Lærðu að skrifa skáldsögu

Vefnámskeið með Yrsu Sigurðardóttur

Um námskeiðið

Yrsa Sigurðardóttir er ein af fremstu glæpasagnahöfundum Íslands og þótt víðar væri leitað. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir:

  • Sköpunarferlið: Hvernig fær maður innblástur og hugmyndir til að skrifa um?
  • Þráður og flétta: Hvað einkennir sterkan söguþráð? Hvernig setur maður upp fléttur?
  • Persónusköpun: Hvernig býr maður til sannfærandi persónur í skáldskap?
  • Samtöl: Hvað þarf að hafa í huga þegar maður skrifar samtöl? Hvernig forðast maður klisjur og nær góðu flæði?
  • Uppbygging: Hvernig er best að byrja og enda skáldsögur? Skipta fyrstu síðurnar langmestu máli?
  • Tegundir skáldskapar: Eiginleikar góðra spennusagna og barna- og unglingabóka
  • Praktíska hliðin: Hvar og hvernig skrifar maður? Hvernig finnur maður ritstjóra? Hvernig gefur maður út bók?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Yrsu Sigurðardóttur. Innifalið eru 17 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir er ein af fremstu glæpasagnahöfundum Íslands og þó víðar væri leitað. Auk þess að vera á metsölulistum hver jólin eftir öðrum, hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir skrif sín, þar á meðal Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin sem hún hlaut í þriðja skiptið í vetur. Bækur hennar hafa jafnframt verið þýddar á yfir 30 tungumál og selst í yfir fimm milljónum eintaka.

Þrátt fyrir að vera þekktust fyrir glæpasögur sínar hefur hún sömuleiðis fengið lof fyrir barnabækur sínar og meðal annars hlotið íslensku barnabókaverðlaunin. Gagnrýnendur eru á einu máli um að bækur Yrsu séu vel upp byggðar, frumlegar og skemmtilegar. Í gegnum árin hefur Yrsa fínpússað aðferðir sínar og miðlar þeim til nemenda Frama á þessu námskeiði.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • hafa áhuga á skáldskap, hvort sem um ræðir skáldsögur, smásögur, ljóð, eða grípandi texta yfirleitt
  • vilja fanga athygli lesandans með góðri uppbyggingu og ritstíl
  • skrifa reglulega texta í leik eða starfi og vilja bæta sig
  • vilja bæta við sig nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig maður skrifar góðan texta, allt frá sterkum söguþræði, grípandi samtölum, lifandi myndmáli og fallegum ritstíl
  • skapandi ferli rithöfunda allt frá hugmyndastigi að fullbúinni afurð
  • hvernig rithöfundar fá innblástur, halda uppi afköstum og rjúfa ritstíflur
  • ritstjórnar- og útgáfuferlið þegar kemur að skáldskap

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrsti hluti
Inngangur
4:10
Upphafið
7:42
Sköpunarferlið
9:35
Annar hluti
Söguþráður og flétta
11:00
Sjónarhorn
10:22
Persónusköpun
8:15
Spennusögur
13:34
Barna- og unglingabækur
7:40
Tíð
5:14
Samtöl
7:41
Myndmál
6:01
Ritstíll
4:48
Uppbygging
10:30
Þriðji hluti
Afköst
9:52
Ritstjórn
7:33
Praktíska hliðin
14:55
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
4:36
Könnun
Útskriftaskírteini

17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 17 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík