Matreiðsla

Vefnámskeið með Þráni Frey Vigfússyni

Um námskeiðið

Lærðu að elda bragðgóða rétti með Þráni Frey Vigfússyni matreiðslumanni og eiganda Óx og Sümac. Hokinn af reynslu fer Þráinn yfir ýmis leyndarmál úr eldhúsi fagmanna og kennir okkur að nota íslenskt hráefni af einskærri snilld. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:

  • Hráefni: Hvað er gott að hafa í huga þegar hráefni er valið? Hvar er best að nálgast hráefnið?
  • Hnífar og áhöld: Hvað er gott að eiga í eldhúsinu heima? Hvernig beitir maður hnífnum á rétta vegu? Þarf maður að eiga marga hnífa?
  • Egg og grænmeti: Hvað þarf til þess að búa til gómsætan dögurð með eggjum og grænmeti?
  • Fiskur: Lærðu að elda fisk eins og á fyrsta flokks veitingastað
  • Lamb og naut: Leyndardómar Sümac lambarifjanna afhjúpaðar og hið fullkomna grillaða ribeye með béarnaise.
  • Eftirréttur: Rúsínan í pylsuendanum er síðan súkkulaðimús með karamellusósu frá grunni

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Þráni Frey Vigfússyni. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Þránn Freyr

Þráinn Freyr er alinn upp umvafinn matargerð og laðaðist að orkunni í eldhúsinu frá unga aldri. Hann fæddist á Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur til að læra matreiðslu og byrjaði ferilinn á Kaffi Óperu áður en flutti sig síðan yfir á Grillið á Hótel Sögu þar sem hann kláraði námið. Þráinn kom síðan við á Kolabrautinni í Hörpu og á veitingastað Bláa Lónsins áður en hann stofnaði sjálfur sinn fyrsta veitingastað. Í dag er hann eigandi veitingastaðanna Sümac, Óx og kokteilbarsins Ömmu Don.

Sümac er vinsæll veitingastaður sem sækir innblástur sinn frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku þar sem mikil áhersla er lögð á krydd og framandi brögð. Óx byrjaði sem 11 sæta veitingastaður í bakherbergi inn af Sümac en er núna kominn í sitt eigið húsnæði þar sem sætunum hefur fjölgað í 16. Þar er lögð rík áhersla á íslenskt hráefni, nálægð við gesti er mikil og andrúmsloftið afslappað. Veitingastaðurinn Óx hlaut Michelin stjörnu árið 2022. Amma Don er kokteilabar sem skírður er í höfuðið á Ömmu Þráins frá Sauðárkróki.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja taka næsta skrefið í eldhúsinu
  • vilja læra um leyndardóma Michelin kokka
  • vilja læra meira um séríslenskt hráefni
  • vilja búa til einstaka matarupplifun

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta eldað:

  • ljúffengan pönnusteiktan fisk
  • lambarifjur eins og á úrvalsveitingastað
  • girnilegt grænmeti á nýstárlegan hátt
  • súkkulaðimús sem slær í gegn

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Inngangur
Ferðalagið hingað til
06:34
Eldhúsið
03:02
Hnífar
12:13
Egg og grænmeti
Hráefni: Egg og grænmeti
02:45
Egg með reyktum kartöflum
15:38
Fiskur
Hráefni: Fiskur
04:19
Steiktur skarkoli og meðlæti
08:20
Steiktur skarkoli og meðlæti (annar hluti)
09:01
Lamb og naut
Hráefni: Kjöt
10:02
Lamb og sellerírót
09:50
Lamb og sellerírót (annar hluti)
12:59
Lamb og sellerírót (þriðji hluti)
08:07
Ribeye og béarnaise
10:32
Ribeye og béarnaise (annar hluti)
10:12
Ribeye og béarnaise (þriðji hluti)
06:19
Eftirréttur
Eftirréttur
09:38
Eftirréttur (annar hluti)
07:48
Lokaorð
Lokaorð
00:49
Könnun
Útskriftarskírteini

18 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 18 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík