Lærðu að elda bragðgóða rétti með Þráni Frey Vigfússyni matreiðslumanni og eiganda Óx og Sümac. Hokinn af reynslu fer Þráinn yfir ýmis leyndarmál úr eldhúsi fagmanna og kennir okkur að nota íslenskt hráefni af einskærri snilld. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.
Vefnámskeið með Þráni Frey Vigfússyni. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.
Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði
EÐA
Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan
Þránn Freyr
Þráinn Freyr er alinn upp umvafinn matargerð og laðaðist að orkunni í eldhúsinu frá unga aldri. Hann fæddist á Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur til að læra matreiðslu og byrjaði ferilinn á Kaffi Óperu áður en flutti sig síðan yfir á Grillið á Hótel Sögu þar sem hann kláraði námið. Þráinn kom síðan við á Kolabrautinni í Hörpu og á veitingastað Bláa Lónsins áður en hann stofnaði sjálfur sinn fyrsta veitingastað. Í dag er hann eigandi veitingastaðanna Sümac, Óx og kokteilbarsins Ömmu Don.
Sümac er vinsæll veitingastaður sem sækir innblástur sinn frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku þar sem mikil áhersla er lögð á krydd og framandi brögð. Óx byrjaði sem 11 sæta veitingastaður í bakherbergi inn af Sümac en er núna kominn í sitt eigið húsnæði þar sem sætunum hefur fjölgað í 16. Þar er lögð rík áhersla á íslenskt hráefni, nálægð við gesti er mikil og andrúmsloftið afslappað. Veitingastaðurinn Óx hlaut Michelin stjörnu árið 2022. Amma Don er kokteilabar sem skírður er í höfuðið á Ömmu Þráins frá Sauðárkróki.
Námskeiðið hentar öllum sem:
Eftir námskeiðið munt þú geta eldað:
Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.