Allt um vín

Vefnámskeið með Ólafi Erni Ólafssyni

Um námskeiðið

Lærðu allt um vín með Ólafi Erni Ólafssyni, veitingamanni og eiganda vínstúkunnar Tíu sopar auk Brút Restaurant. Ólafur Örn eys úr þekkingarbrunni sínum yfir nemendur og fer yfir allt sem þú þarft að vita til að geta notið góðra vína. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:

 • Þrúgur og landafræði: Hver er munurinn á þrúgum og löndum í víngerð?
 • Vínsmökkun: Hvernig er best að smakka og draga fram eiginleika góðra vína?
 • Eiginleikar víns: Hvað þýðir að vín sé þurrt, beiskt, súrt og sætt? Hverju skiptir það?
 • Þróun vínsmekks: Hvernig þróar maður bragðlaukana til að njóta betur matar og drykkjar?
 • Vínseðlar: Hvernig er best að panta vín á veitingstað? Hvar fær maður mestu gæðin fyrir peninginn?
 • Vínpörun: Hvaða vín passa vel með hvaða mat?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Ólafi Erni Ólafssyni. Innifalið eru 11 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðanKennarinn þinn

Ólafur Örn

Ólafur Örn Ólafsson hefur lifað og hrærst í veitingageiranum frá því hann man eftir sér, og hefur orðið þekktur fyrir áhuga sinn á öllu sem tengist mat og drykk. Hann er einna þekktastur fyrir að stofna vínstúkuna Tíu sopa, sem varð fljótt þekkt fyrir fjölbreytt úrval vína frá öllum heimshornum, auk óviðjafnanlegra smárétta.

Í kjölfarið tók Ólafur sig til og opnaði Brút Restaurant, veitingastað sem hefur vakið athygli fyrir framúrskarandi sjávarrétti í bland við góða upplifun. Brút hlaut Michelin-meðmæli árið 2023, sem er staðfesting á færni Ólafs sem matreiðslumeistara.

Ólafur er ekki aðeins metnaðarfullur veitingamaður, heldur einnig lífskúnstner. Hann hefur látið að sér kveða í sjónvarpi í þáttunum Kokkaflakk. Þar heimsækir hann íslenska kokka sem hafa slegið í gegn erlendis.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • vilja vita meira um vín almennt
 • vilja taka bragðlaukana á næsta stig
 • vilja fræðast um sögu víns og vínmenningar
 • vilja skilja hvað einkennir góð vín

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú kunna að:

 • smakka og skilja vín
 • velja vín í Ríkinu og á veitingastað
 • para vín með mat
 • njóta þess sem góð vín hafa upp á að bjóða

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrirlestrar
Inngangur
04:58
Víngerð og menning
14:00
Mismunandi gerðir vína
11:31
Vínsmökkun - þumalputtareglan
14:52
Eiginleikar víns
12:52
Veðurfar og landsvæði
12:10
Þróun vínsmekks
05:44
Vínseðill og pöntun
05:22
Eru dýr vín betri?
02:46
Vínpörun
04:55
Lok námskeiðs
Lokaorð
00:51
Könnun
Útskriftarskírteini

11 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 11 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík