Lærðu allt um vín með Ólafi Erni Ólafssyni, veitingamanni og eiganda vínstúkunnar Tíu sopar auk Brút Restaurant. Ólafur Örn eys úr þekkingarbrunni sínum yfir nemendur og fer yfir allt sem þú þarft að vita til að geta notið góðra vína. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.
Vefnámskeið með Ólafi Erni Ólafssyni. Innifalið eru 11 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.
Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði
EÐA
Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan
Ólafur Örn
Ólafur Örn Ólafsson hefur lifað og hrærst í veitingageiranum frá því hann man eftir sér, og hefur orðið þekktur fyrir áhuga sinn á öllu sem tengist mat og drykk. Hann er einna þekktastur fyrir að stofna vínstúkuna Tíu sopa, sem varð fljótt þekkt fyrir fjölbreytt úrval vína frá öllum heimshornum, auk óviðjafnanlegra smárétta.
Í kjölfarið tók Ólafur sig til og opnaði Brút Restaurant, veitingastað sem hefur vakið athygli fyrir framúrskarandi sjávarrétti í bland við góða upplifun. Brút hlaut Michelin-meðmæli árið 2023, sem er staðfesting á færni Ólafs sem matreiðslumeistara.
Ólafur er ekki aðeins metnaðarfullur veitingamaður, heldur einnig lífskúnstner. Hann hefur látið að sér kveða í sjónvarpi í þáttunum Kokkaflakk. Þar heimsækir hann íslenska kokka sem hafa slegið í gegn erlendis.
Námskeiðið hentar öllum sem:
Eftir námskeiðið munt þú kunna að:
Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.