Fjárhagslegt frelsi

Vefnámskeið með Georg Lúðvíkssyni

Um námskeiðið

Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Á námskeiðinu kennir hann mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:

 • Tilgang þess að hafa fjármálin á hreinu: Hverju viltu áorka með því að ná betri tökum á fjármálunum? Ertu með langtímamarkmið?
 • Fimm skref í átt að betri fjárhagsstöðu: Heimilisbókhald, hvernig held ég eyðslunni í skefjum? Get ég aukið tekjurnar? Get ég borgað niður skuldir?
 • Peningar, hamingja og tilfinningar: Hvernig peningar hafa áhrif á sambönd, uppeldi og hegðun - áhrif félagslegs þrýstings
 • Lífeyrissjóði, sparnað og fjárfestingar: Af hverju á maður að spara? Hvað þarf varasjóðurinn að vera stór?
 • Eyðsla, lán, tekjur og fleira: Hvaða lán á ég að taka? Hvað þýðir að láta peningana vinna fyrir sig en ekki á móti?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Georg Lúðvíkssyni. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðanKennarinn þinn

Georg

Georg Lúðvíksson er stofnandi og forstjóri Meninga, sem sérhæfir sig í bókhaldi og fjármálum innan heimilanna og rekur einnig Meniga vefinn á Íslandi. Georg er verk- og viðskiptafræðingur að mennt og hefur lengi haft brennandi áhuga á heimilisfjármálum.

Georg er sérfræðingur í heimilisfjármálum og hefur starfað á því sviði síðan 2008, aðallega í gegnum Meniga. Hann þekkir vel til rannsókna á fjármálahegðun og fjármálalæsi og hefur einnig haldið reglulega fyrirlestra um heimilisfjármál fyrir hina ýmsu hópa.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • vilja öðlast fjárhagslegt frelsi
 • vilja ná betri tökum á fjármálunum
 • halda heimili og borga reikninga
 • vilja læra meira um fjármál

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

 • hvers vegna maður ætti að halda heimilisbókhald
 • hvernig er hægt að halda aftur af eyðslunni
 • hvernig er hægt að auka tekjur
 • undirstöðuatriði peningakerfisins
 • hvers vegna það er mikilvægt að spara og eiga varasjóð

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrsti hluti
Inngangur
3:22
Tilgangurinn
6:03
Fimm skref í átt að betri fjármálum
2:42
Grundvallaratriðin og FIRE hreyfingin
5:09
Annar hluti
Peningar og tilfinningar
4:53
Gera peningar mann hamingjusaman?
5:57
Undirstöðuatriði
9:21
Heimilisbókhald
7:04
Minni eyðsla
12:01
Auknar tekjur
4:19
Þriðji hluti
Vextir og vaxtavextir
5:40
Lán
13:20
Sparnaður
7:06
Launaseðillinn, stéttarfélög og lífeyrissjóðir
6:36
Fjárfestingar
12:40
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
9:42
Könnun
Útskriftarskírteini

18 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 18 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík