Bakstur

Vefnámskeið með Ágústi Einþórssyni

Um námskeiðið

Lærðu að baka brauð, pizzur, súrdeig og kökur með Ágústi Einþórssyni, stofnanda Brauð & Co. og BakaBaka. Ágúst er brautryðjandi í bakstri á Íslandi og deilir hér leyndarmálum sínum í eldhúsinu með nemendum. Á námskeiðinu fer hann meðal annars yfir:

 • Búnaður og hráefni: Hvað þarf til að baka frábært brauð?
 • Hugarfar: Hvernig er best að hugsa um bakstur til að taka framförum og verða betri?
 • Ger og súrdeig: Hvernig býr maður til ger og súrdeig?
 • Blöndun og mótun: Hvernig blöndum við og mótum deig?
 • Brauðbakstur: Hvernig bökum við deigið?
 • Pizzur: Hvernig gerir maður framúrskarandi pizzu?
 • Focaccia: Bökum eitt frægasta brauð Ítalíu
 • Kökur: Bökum eplaköku og lærum að baka fleiri tegundir
 • Tiramisu: Endum á að baka þennan þekkta eftirrétt

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Ágústi Einþórssyni. Innifalið eru 19 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðanKennarinn þinn

Ágúst Einþórsson

Ágúst Einþórsson ólst upp á Austurlandi og lærði bakaraiðn í Reykjavík. Síðar fluttist hann til Danmerkur þar sem hann lauk námi í bakstri og sætabrauðsgerð. Hann sneri aftur til Íslands árið 2016 og opnaði bakaríið Brauð & Co. í Reykjavík, sem varð fljótt landsþekkt fyrir súrdeigsbrauð og kanilsnúða.

Ágúst hefur ástríðu fyrir því að nota staðbundin og lífræn hráefni. Hann opnaði pizzastaðinn og bakaríið BakaBaka að Bankastræti 2 árið 2022. BakaBaka býður upp á ítalskar pizzur á kvöldin, en staðurinn er bakarí og kaffihús á daginn.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • vilja baka úrvals brauð og bakkelsi
 • vilja læra allt um bakstur
 • vilja skilja ferlið við bakstur frá A til Ö
 • vilja kunna að baka heima hjá sér

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta bakað:

 • gerbrauð og súrdeigsbrauð
 • pizzur og focaccia
 • kökur
 • tiramisu

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrirlestrar
Inngangur
02:30
Ferðalag
07:17
Eldhúsið
03:17
Hráefni
09:45
Lærdómshugarfar
02:57
Súrdeig - fyrri hluti
04:50
Súrdeig - seinni hluti
05:50
Brauðblöndun - fyrri hluti
06:24
Brauðblöndun - seinni hluti
12:46
Mótun
04:02
Pizzablöndun
08:59
Bakstur
12:48
Pizza & Focaccia - fyrsti hluti
09:58
Pizza & Focaccia - annar hluti
07:51
Pizza & Focaccia - þriðji hluti
09:44
Kaka - fyrri hluti
09:26
Kaka - seinni hluti
03:30
Tiramisu
12:08
Lokaorð
02:27
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

19 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 19 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík