Innanhússhönnun

Vefnámskeið með Sæju

Um námskeiðið

Lærðu að hanna falleg heimili og rými með Sæbjörgu Guðjónsdóttur, eða Sæju. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir:

  • Hönnun algengra rýma: Hvað er gott að hafa í huga við hönnun eldhúss, baðherbergis, svefnherbergis og alrýmis?
  • Innbú: Hvernig lætur maður innbúið ríma við aðra hluti hönnunarinnar?
  • Litir: Hvaða litir virka best við ólíkar aðstæður?
  • Lýsing: Hvernig hannar maður lýsingu rýmis? Hvernig má ná fram fallegri lýsingu?
  • Nálgun: Hverju brennir fólk sig helst á í innanhússhönnun?
  • Efnisval: Hvaða efni virka best í mismunandi rýmum og aðstæðum?
  • Grunnmyndin: Hvernig býrðu til grunnmynd, og hversu mikilvæg er hún?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Sæju. Innifalið eru 17 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Sæja

Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja, eins og hún er alltaf kölluð, útskrifaðist sem innanhússhönnuður árið 2011 frá KLC School of Design/University of Brighton. Sama ár vann hún John Cullen Lighting Design verðlaunin fyrir vinnu sína. Sæja hefur starfað bæði hér á landi og erlendis eftir að hún lauk náminu, og starfaði meðal annars hjá arkitektastofunni the Manser Practice í London.

Sæja stofnaði sína eigin hönnunarstofu árið 2016 og starfar nú þar samhliða því að taka þátt í hönnunarsamkeppnum í samstarfi við aðra. Fjölbreytt reynsla Sæju í faginu gefur henni djúpa innsýn í alla þætti innanhússhönnunar og einstaka færni í að útskýra þá.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • hafa áhuga á að fegra heimilið
  • vilja læra að skapa vel heppnuð innanhússrými
  • njóta þess að skreyta rými og vilja læra meira
  • vilja bæta við sig nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig form eru notuð til að ná fram einfaldleika
  • hvaða atriði er gott að hafa í huga við hönnun innan mismunandi herbergja
  • hvernig maður setur sér markmið við innanhússhönnun
  • mikilvægi lita, lýsingar og innbús fyrir rýmið þitt

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Grunnur
Inngangur
2:35
Nálgun
4:15
Innblástur
4:45
Meginþættir hönnunar
Grunnmynd - fyrri hluti
1:45
Grunnmynd - seinni hluti
9:03
Að hefja verkefni
4:25
Efnisval
12:11
Litir
5:48
Tenging efnisvals og lita
7:00
Innbú og list
10:52
Rými heimilisins
Eldhús - fyrri hluti
6:11
Eldhús - seinni hluti
8:27
Baðherbergi
8:35
Rými - fyrri hluti
12:09
Rými - seinni hluti
13:19
Svefnherbergi
6:20
Lok námskeiðs
Skoðunarferð
11:36
Könnun
Útskriftarskírteini

17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 17 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Get ég fengið aðstoð frá kennaranum við að hanna heimilið mitt?
Persónuleg ráðgjöf er ekki innifalin í námskeiðinu, Sæja býður einungis upp á slíkt fyrir viðskiptavini sína. Nemendur þurfa því sjálfir að yfirfæra þau atriði sem hún fer yfir á sín eigin verkefni. Ef þú vilt fá aðstoð frá Sæju þegar kemur að því að bæta þitt heimili þá er best að hafa samband við hana beint. Vefsíðan hennar er sid.is.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík