Bubbi Morthens er einn þekktasti tónlistarmaður landsins, og hefur starfað við tónlist í meira en 40 ár. Á þessu námskeiði fer hann meðal annars yfir:
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.
Vefnámskeið með Bubba Morthens. Innifalið eru 20 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.
Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði
EÐA
Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan
Bubbi
Bubbi gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980, og hefur gefið út fjölmargar plötur síðan. Hann hefur átt langan sólóferil, en hefur líka verið í hljómsveitum, sem dæmi má nefna Utangarðsmenn og Egó.
Flestir landsmenn þekkja lögin hans Bubba, en hann samdi til dæmis Rómeó og Júlía, Ástrós, Aldrei fór ég suður og Stál og hnífur.
Bubbi hefur haldið sig á toppnum í íslenskri tónlist allan ferilinn, og leggur mikla áherslu á að þróa sig og tónlistina sína stöðugt áfram. Hann hefur lent í ýmsu, og talar hreinskilið um ferilinn og lífið í þessu skemmtilega námskeiði.
Námskeiðið hentar öllum sem:
Eftir námskeiðið munt þú skilja:
Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.