Náðu árangri

Vefnámskeið með Bubba Morthens

Um námskeiðið

Bubbi Morthens er einn þekktasti tónlistarmaður landsins, og hefur starfað við tónlist í meira en 40 ár. Á þessu námskeiði fer hann meðal annars yfir:

  • Að ná árangri: Hvernig nýtir maður mótlæti sem eldsneyti? Hvernig viðheldur maður bæði ástríðu og aga í því sem maður tekur sér fyrir hendur?
  • Texti: Hvaðan getur maður fengið innblástur fyrir textana sína? Hvort er þægilegra að semja texta eða lag á undan?
  • Að koma fram: Hvað er gott að gera áður en maður gengur á svið? Hvernig nær maður salnum? Hvað gerir maður ef fólk er að tala?
  • Sköpunarferlið: Hvernig varð lagið Rómeó og Júlía til? Hvað með Ástrós?
  • Gítarleikur: Hvar er best að byrja? Hvenær og hvernig er best að æfa sig?
  • Fyrirmyndir: Hvaða gagn er að fyrirmyndum í tónlist? Hvað má læra af þeim?
  • Að finna sinn hljóm: Hvernig finnur maður sinn hljóm sem tónlistarmaður? Hvaða atriði eiga þátt í að mynda hann?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Bubba Morthens. Innifalið eru 20 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Bubbi

Bubbi gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980, og hefur gefið út fjölmargar plötur síðan. Hann hefur átt langan sólóferil, en hefur líka verið í hljómsveitum, sem dæmi má nefna Utangarðsmenn og Egó.


Flestir landsmenn þekkja lögin hans Bubba, en hann samdi til dæmis Rómeó og Júlía, Ástrós, Aldrei fór ég suður og Stál og hnífur.


Bubbi hefur haldið sig á toppnum í íslenskri tónlist allan ferilinn, og leggur mikla áherslu á að þróa sig og tónlistina sína stöðugt áfram. Hann hefur lent í ýmsu, og talar hreinskilið um ferilinn og lífið í þessu skemmtilega námskeiði.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • Hafa áhuga á lífi og starfi tónlistarmanna
  • Vilja byrja að læra á gítar
  • Vilja semja eigin lög og/eða koma fram
  • Hafa gaman að Bubba

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • Hvernig er gott að bera sig að við að læra á hljóðfæri
  • Hvernig þú undirbýrð þig fyrir tónleika og framkomu
  • Ferlið að baki nokkrum þjóðþekktum dægurlögum
  • Hvernig má nýta sér mótlæti á uppbyggilegan hátt

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Leiðin að árangri
Inngangur
1:36
Upphafið
8:19
Að ná árangri
12:56
Markmiðasetning
7:43
Vinnulag
8:18
Mótlæti
12:02
Lag, texti og gítarleikur
Innblástur og fyrirmyndir - fyrsti hluti
10:49
Innblástur og fyrirmyndir - annar hluti
8:17
Innblástur og fyrirmyndir - þriðji hluti
8:36
Að finna sinn hljóm
9:58
Textasmíð
10:22
Lagasmíð
10:21
Gítarinn
9:47
Að spila á gítar
10:35
Að spila lag - fyrri hluti
10:25
Að spila lag - seinni hluti
6:10
Að æfa sig og spila fyrir aðra
13:24
Lag verður til
9:17
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
2:10
Könnun
Útskriftarskírteini

20 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 20 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Get ég spurt Bubba spurninga beint?
Nei, þú nærð ekki beinu sambandi við Bubba í gegnum þetta námskeið. Við aðstoðum eins og þörf krefur ef þú ert með tæknilegar spurningar eða ábendingar. Einnig geta nemendur deilt hjálplegum síðum og kennsluefni inni á lokaða svæðinu.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík