Um Frama

Frami er vefskóli þar sem öll kennsla fer fram á íslensku yfir netið. Nemandinn stýrir ferðinni og getur klárað námsefnið á þeim hraða sem hentar. Við kennum í formi fyrirlestra og verkefna, auk þess sem námskeiðum fylgir aðgangur að innri vef þar sem kennarinn svarar spurningum nemenda.

Frami byggir á þeirri sýn okkar að menntun eigi að vera aðgengileg alla ævi. Eftir að skólagöngu lýkur á þekkingaröflun ekki að krefjast mikillar fyrirhafnar eða fjárútláta. Með því að bjóða upp á vefnámskeið á lágu verði gerum við öllum kleift að bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum hvenær sem er.

Teymið

Björn

Björn Brynjúlfur vann áður hjá Viðskipta­ráði Íslands sem hagfræðingur og aðstoðar­framkvæmda­stjóri. Björn er með BS-próf í verk­fræði frá Há­skóla Íslands og meist­ara­­próf í hag­fræði frá University of Oxford.

Netfang: bjorn@frami.is

Marinó

Marinó Páll vann áður hjá Marel sem teymisstjóri IoT (e. Internet of Things) og gervigreindar. Marinó er með BS-próf í verk­fræði frá Há­skóla Íslands og meist­ara­­próf í verkfræði frá TU Delft.

Netfang: marino@frami.is

Davíð

Davíð Tómas er tengiliður Frama við vinnustaðina í landinu. Davíð er einnig alþjóð­legur körfu­bolta­dómari og Boot­camp þjálfari í Sport­húsinu.

Netfang: david@frami.is

Sverrir

Kristín Eva er markaðs­gúru Frama. Kristín er með BS-gráðu í ferða­mála­fræði og meistara­gráðu í markaðs­fræði og alþjóða­við­skiptum frá Háskóla Íslands.

Netfang: kristin@frami.is

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík