Forritun fyrir byrjendur

Vefnámskeið

Um námskeiðið

Þekking á forritun nýtist í mörgum störfum. Á þessu námskeiði er meðal annars farið yfir:

 • Grunnhugtök: Hvað er framendi í forritun? En bakendi?
 • Vefsíðugerð: Hvernig býrðu til vefsíðu? Hvaða hugbúnað þarf maður svo maður geti forritað?
 • HTML: Í hvað er HTML notað? Hverjir eru eiginleikar þess?
 • CSS: Hvað er CSS? Hvernig tengist það HTML? Hver er munurinn á þeim?
 • Bootstrap: Hvað er Bootstrap? Hvernig notar maður það?
 • Útlit síðu: Hvernig stillir maður textastærð á síðu? En liti?
 • Takkar og myndir: Hvernig bætir maður myndum við síðuna? En tökkum?
 • Hýsing: Hvernig setur maður síðuna sína á netið?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getu.

Skráning

Vefnámskeið. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðanKennarinn þinn

Björn

Björn lærði verkfræði og hefur haft forritun að aðalstarfi í fjögur ár. Áður hefur hann dundað sér við forritun samhliða námi og starfi allt frá því hann fékk aðgang að heimilistölvu sex ára gamall.

Björn hefur forritað fjölda vefsíðna, þar á meðal heimasíðu Frama sem þú ert að skoða núna.

Björn er sjálflærður forritari og vefnámskeið gegndu þar lykilhlutverki. Með þessu námskeiði vill hann gera hverjum sem er kleift að fara sömu leið og læra forritun upp á eigin spýtur.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • Þá sem vilja skilja forritun en vita ekki hvar á að byrja
 • Þá sem vilja eiga auðveldara með að ræða við tæknifólk og forritara
 • Þá sem nota WordPress eða álíka kerfi en vilja skilja betur hvernig þau virka
 • Þá sem vilja nota forritun í vinnu til að ná meiri afköstum

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

 • Að setja upp fullbúna vefsíðu fyrir snjallsíma og tölvur
 • Að leita lausna á forritunarvandamálum á Google
 • Að hanna nútímalega vefsíðu á sama grunni og Twitter, Spotify o.fl.
 • Að forrita í HTML og CSS

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Grunnur
Inngangur
4:21
Uppsetning
4:23
Internetið
8:55
Framendi
9:41
HTML
Grunnur
7:58
Texti, fyrirsagnir og listar
11:48
Verkefni #1: html vefsíða
6:53
Verkefni #1: lausn
14:03
Eiginleikar
15:33
CSS
Grunnur
4:14
Litir
8:33
Tengingar, valmöguleikar, box
16:10
Verkefni #2: myndaalbúm
14:13
Bootstrap
Grunnur
12:06
Uppsetning, fyrsta skjal, takkar
12:30
Verkefni #3: Ljósmyndaalbúm (1/2)
20:22
Verkefni #3: Ljósmyndaalbúm (2/2)
17:05
Vefhýsing
12:12
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

18 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 18 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Hvers vegna læri ég að gera vefsíðu?
Flest forritin sem við notum í daglegu lífi eru vefsíður. Tæknin á bakvið vefsíður er aðgengileg og margir möguleikar á því að læra meira og kafa í einstök atriði.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík