Hönnun

Vefnámskeið með Haraldi Þorleifssyni

Um námskeiðið

Lærðu um hönnun, hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá Haraldi Þorleifssyni. Halli er hönnuður, frumkvöðull og stofnandi UENO, sem hannaði fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum heims. Á námskeiðinu fer hann annars yfir:

  • Leiðarljós við hönnun: Hvað skiptir mestu máli í hönnun?
  • Skapandi hugsun: Hvernig fær maður góðar hugmyndir?
  • Hönnunarferlið: Hvernig verður hugmynd að veruleika?
  • Að ná lengra: Hvernig nær maður langt á sínu sviði?
  • Reynslusögur: Hvað er hægt að læra af því að vinna með fólki í fremstu röð?
  • Uppbygging fyrirtækja: Hvernig ferðu að því byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki frá grunni?
  • Samskipti og stjórnun: Hvernig vinnur maður með fólki á árangursríkan hátt?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Haraldi Þorleifssyni. Innifalið eru 13 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Haraldur Þorleifsson

Haraldur Þorleifsson hefur haft áhuga á hönnun allt frá unglingsaldri. Eftir háskólanám fór hann að vinna sjálfstætt sem hönnuður á Íslandi. Halli flutti til Bandaríkjanna til að vinna hjá auglýsingastofu og stofnaði hönnunar­fyrirtækið UENO nokkrum árum síðar. Hann byggði upp UENO í sjö ár og seldi fyrirtækið síðan til Twitter árið 2021.

Halli flutti með fjölskyldu sinni til Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hann vakið athygli fyrir margvísleg framtaksverkefni. Þar ber hæst átakið Römpum upp Ísland, en einnig má nefna veitingstaðinn Önnu Jónu, listamannasetur á Kjalarnesi og Hafnarhaus, hús skapandi greina við Tryggvagötu.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja bæta sig í hönnun
  • vilja hugsa skapandi
  • vilja gera hugmyndir að veruleika
  • vilja fá innblástur til að ná lengra

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú geta:

  • hannað hluti og upplifanir
  • búið til og mótað nýjar hugmyndir
  • útfært hugmyndir og gert þær að veruleika
  • hugsað stærra til að ná lengra

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrirlestrar
Inngangur
06:08
Ferðalagið
08:14
Tilurð UENO
08:30
Uppbygging fyrirtækis - fyrri hluti
10:31
Uppbygging fyrirtækis - seinni hluti
04:27
Skapandi hugsun
05:23
Römpum upp Ísland
10:01
Anna Jóna
09:54
Leiðarljós í hönnun
08:56
Verkefni UENO fyrir Google
07:06
Kaflaskipti og innri drifkraftur
11:02
Að vinna með fólki
08:51
Lok námskeiðs
Lokaorð
00:38
Könnun
Útskriftarskírteini

13 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 13 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík