Photoshop grunnnámskeið

Vefnámskeið með Halldóri Snorrasyni

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er meðal annars farið yfir:

  • Fyrstu skrefin: Hvernig býrðu til skjal í Photoshop? Hvaða tegundir skjala geturðu búið til?
  • Stillingar: Hvernig stillirðu vinnuumhverfi forritsins?
  • Lög: Hvernig virka lög í Photoshop? Hvernig notar maður þau í verkefnum?
  • Texti: Hvernig vinnur maður með texta í Photoshop? Hvaða stillingar er gott að þekkja?
  • Myndvinnsla: Hvaða verkfæri í Photoshop er gott að nota í myndvinnslu og hvernig virka þau?
  • Litir: Hvaða leiðir eru í boði til að velja liti? Hvernig dreifir maður þeim og stillir þá?
  • Filterar: Hvaða filterar eru í boði í photoshop og hvað gera þeir?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þ.

Skráning

Vefnámskeið með Halldóri Snorrasyni. Innifalið eru 13 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Halldór

Halldór Snorrason er með meistaragráðu í hönnun og listrænni stjórnun frá Konunglega danska listaháskólanum. Hann vinnur nú sem listrænn stjórnandi kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Sem listrænn stjórnandi ber hann ábyrgð á heildarútliti framleiðslunnar og vinnur náið með leikstjóra, framleiðenda og kvikmyndatökufólki.


Halldór hefur notað Photoshop í um 20 ár í ýmisskonar verkefnum og er það ennþá hans aðal hönnunarverkfæri. Á vefsíðu Halldórs er hægt að skoða hans fyrri verk - halldorsnorrason.com

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • hafa áhuga á myndvinnslu eða grafískri hönnun
  • vilja láta ljósmyndir sínar líta betur út
  • langar að búa til efni fyrir vefsíður eða til útprentunar
  • vilja bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • sköpunarferli veggspjalds í Photoshop frá A-Ö
  • hvernig hægt er að búa til fallega hönnun á skömmum tíma í Photoshop
  • lagfæringu og fínstillingu ljósmynda

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Undirstöður
Inngangur
1:44
Að búa til skjal
2:40
Vinnusvæði og lög
6:56
Verkfæri og verkefni 1
22:10
Lausn á verkefni 1
28:30
Vinnsla
Myndvinnsluverkfæri #1 (content aware fill, cloning og healing stamp)
18:52
Myndvinnsluverkfæri #2 (Blur, dodge og burn)
7:47
Texti
9:25
Verkfæri (penslar, málningarfata og litaval)
10:15
Penninn
4:06
Blending modes
2:42
Layer styles
6:10
Adjustment layers
20:59
Filterar/síur og verkefni 2
15:35
Lausn á verkefni 2
34:06
Smart objects
5:54
Vistun skjala
7:42
Lok námskeiðs
Lokaorð
0:33
Könnun
Útskriftarskírteini

13 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 13 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Þarf ég að kaupa ákveðinn hugbúnað?
Já, aðgangur að Photoshop er skilyrði fyrir því að taka þetta námskeið. Frami getur ekki útvegað nemendum aðgang eða aðstoð við uppsetningu forritsins. Hægt er að kaupa aðgang að forritinu hjá Origo.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík