Húðin

Vefnámskeið með Jennu Huld Eysteinsdóttur

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:

  • Húðin sem líffæri: Hvað húðin er, hvaða hlutverki hún gegnir og hvaða algengu mýtur eru til í umræðunni um húð.
  • Húðtegundir og húðástand: Hvernig þú greinir húðtegundina þína á raunhæfan hátt og skilur muninn á varanlegri húðtegund og tímabundnu ástandi.
  • Hreinsun: Hvað hreinsir á og á ekki að gera, hvenær tvöföld hreinsun er gagnleg og hvaða algengu mistök geta skaðað varnarvegg húðarinnar.
  • Virk innihaldsefni: Hvernig virk efni eins og sýrur, retinól og ceramíð virka, hvernig þú lest innihaldslýsingar og forðast að blekkjast af markaðssetningu.
  • Bólur, roði og viðkvæm húð: Hvað veldur bólum, hvers vegna fullorðnir fá bólur og hvaða mistök fólk gerir oft þegar það reynir að meðhöndla húðvandamál heima.
  • Sól, ljós og vörn: Munurinn á steinefna- og efnafræðilegri sólarvörn, áhrif sólarskaða á húðina og hvers vegna sólarvörn er lykilatriði í húðumhirðu.
  • Rútínur, lífstíll og aldur: Hvernig húðumhirða breytist eftir aldri og lífsskeiðum, og hvaða áhrif svefn, streita, hormón og lífstíll hafa á húðina.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Jennu Huld Eysteinsdóttur. Innifalið eru 15 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Jenna Huld

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir er húðlæknir og hefur starfað við húð- og kynsjúkdómalækningar í yfir áratug. Hún er einn stofnanda Húðvaktarinnar og einn af eigendum Húðlæknastöðvarinnar á Smáratorgi, þar sem hún hóf störf árið 2015 eftir sérnám í húðsjúkdómalækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg.


Jenna Huld hefur mikinn áhuga á heilbrigði húðar og meðhöndlun húðsjúkdóma. Hún skrifar reglulega pistla um málefni tengd húðinni, svarar spurningum lesenda á mbl.is og heldur ásamt Rögnu Hlín og Örnu Björk hlaðvarpinu Húðkastið, þar sem áhersla er lögð á fræðslu og upplýsta umræðu um húð og húðumhirðu.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja skilja húðina sína betur
  • eru óörugg í vali á húðvörum
  • vilja taka upplýstari ákvarðanir um húðumhirðu
  • glíma við bólur, roða eða viðkvæma húð
  • vilja byggja upp húðrútínu sem hentar þeim
  • vilja skilja innihaldsefni og markaðssetningu húðvara

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig húðin virkar
  • hvernig þú greinir húðtegund
  • hvernig þú byggir upp húðrútínu
  • hvernig þú velur réttar húðvörur
  • hvernig virk innihaldsefni virka
  • hvernig þú forðast algeng mistök

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Grunnur húðarinnar
Inngangur
05:47
Húðin og húðgerðir
09:13
Húðvörur og innihaldsefni
Húðvörur
09:17
Innihaldsefni
03:31
Húðrútínur eftir æviskeiðum
02:52
Markaðssetning, hvað virkar í raun?
03:36
Húðvandamál
Bólur
03:14
Rósroði
02:18
Meðhöndlun
03:18
Hafa lífstíll og mataræði áhrif á húðina?
03:07
Verndun húðarinnar
Sólarvörn
07:52
Ljósabekkir
01:34
Hormónar og öldrun
Hormónaáhrif, breytingaskeiðið og meðganga
04:57
Öldrun húðarinnar og bótox
05:45
Lok námskeiðs
Lokaorð
02:06
Könnun
Útskriftarskírteini

15 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 15 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

kt. 590219-1420

[email protected]