Pottaplöntur

Vefnámskeið með Herdísi Arnalds

Um námskeiðið

Lærðu allt um pottaplöntur og umhirðu þeirra með Herdísi Arnalds, stofnanda Blómstru. Grænir fingur eru ekki meðfæddir en með góðri leiðsögn og hvatningu er auðvelt að kalla þá fram. Á námskeiðinu lærir þú meðal annars um.

  • Þarfir plantna: Hvernig getur þú lesið í útlitseinkenni plantna og greint þarfir þeirra?
  • Björgun og neyðarástand Hvað er hægt að gera til þess að losna við skordýr? Hvernig er hægt að bjarga plöntu sem hefur ofþornað eða verið ofvökvuð?
  • Plöntur og heimilið Hvernig er hægt að staðsetja plöntur innanhús með tilliti til sólargangs? Hvaða plöntutegundir henta inni á baði, í svefnherbergjum og í bjartari hlutum heimila?
  • Vökvun, jarðvegur og næring Hversu oft þarf að vökva og hvað þarf að hafa í huga varðandi vökvun? Hvers konar jarðvegur er hentugur mismunandi plöntutegundum og hvernig samspil næringar og jarðvegs er háttað.
  • Umpottun Hver eru merki þess að plöntur þurfi á umpottun að halda? Hvaða þumalputtareglur er gott að hafa í huga þegar líður að umpottun?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Herdísi Arnalds. Innifalið eru 12 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Herdís Arnalds

Herdís hefur legið yfir pottaplöntum allt frá stofnun Blómstru en hún hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hjá Blómstru hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu. Í þjónustunni færðu mánaðarlegar sendingar beint heim að dyrum, plöntu annan hvern mánuð og öll tól og búnað sem þarf hinn mánuðinn. Herdís heldur þannig í hönd viðskiptavina og sendir leiðbeiningar og fróðleik ásamt upplýsingum um hvenær þurfi að umpotta og hvenær hentugt sé að taka afleggjara.

Herdís trúir því að innra með okkur öllum blundi áhugi á lífríkinu og að þörfin fyrir tengingu við náttúruna sé sterk. Í vetrarríki Íslands er þessi þáttur sérstaklega mikilvægur og með því að bjóða grænum vinum inn á heimilið og huga að þeim eflist þessi tenging.

Þú getur kynnt þér pottaplöntuáskriftina og vörurnar sem Herdís býður upp á inni á Blómstra.is

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja hafa plöntur inni á heimilinu
  • vilja kalla fram græna fingur
  • vilja skapa fallegt heimili
  • eru að stíga sín fyrstu skref í plöntuumhirðu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • Þarfir mismunandi plantna
  • Hvaða einkenni plantna kalla á aðgerðir
  • Hvernig hægt er að staðsetja mismunandi plöntur með tilliti til sólargangs
  • Samspil vökvunnar, sólarljóss og næringar á plöntur
  • Hver uppistaðan í góðum jarðvegi er

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Plöntur
Inngangur
03:33
Plöntulíffræði
05:13
Hvernig höldum við plöntum á lífi I
06:12
Hvernig höldum við plöntum á lífi II
08:23
Jarðvegur
03:30
Umpottun
07:17
Vökvun
03:52
Næring og áburður
04:30
Neyðarástand
04:59
Heimili með plöntum og blómum
Innanhúsfrumskógur
06:26
Afskorin blóm
03:27
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
00:47
Könnun
Útskriftarskírteini

12 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 12 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík