Máttur markaðssetningar

Vefnámskeið með Valla Sport

Um námskeiðið

Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport, hefur í áratugi skapað eftirminnilegar auglýsingar og herferðir sem hafa orðið hluti af íslenskri menningu. Á námskeiðinu fer Valli meðal annars yfir:

  • Hugmynd verður að veruleika: Hvernig kviknar hugmynd og þróast frá fyrstu innsýn til framkvæmdar?
  • Að fanga athygli: Hvernig grípur maður athygli og heldur henni í heimi stöðugra skilaboða?
  • Fólkið á bakvið verkið: Hvernig skiptir mannlegi þátturinn og samvinna öllu máli í góðri markaðssetningu?
  • Ímynd og traust: Hvernig byggir maður upp trúverðugleika og orðspor sem endist?
  • Gullna reglan í markaðssetningu: Hver er raunverulegi lykillinn að árangri?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Valla Sport. Innifalið eru 15 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Valli Sport

Valli Sport hefur starfað við auglýsingagerð og markaðssetningu í yfir tvo áratugi. Hann er einn af stofnendum auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skapandi og árangursrík verkefni.

Valli hefur komið að fjölmörgum herferðum sem hafa markað spor í íslenskri menningu og mótað ímynd margra þekktra vörumerkja. Hann er þekktur fyrir hugmyndaauðgi, húmor og hæfileikann til að fanga anda hvers verkefnis á einlægan og eftirminnilegan hátt.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • hafa áhuga á markaðssetningu og skapandi hugsun
  • vilja læra að fanga athygli og byggja upp traust
  • vilja þróa eigin nálgun og stíl í markaðssetningu
  • vilja skilja hvernig góð markaðssetning virkar í raun

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig hugmynd verður að veruleika
  • hvað grípur athygli og viðheldur henni
  • hvernig mistök geta orðið að efniviði fyrir árangur
  • hvernig byggja má upp ímynd og traust sem endist

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Hugmynd verður að veruleika
Inngangur
02:54
Frá hugmynd í framkvæmd
10:52
Eimskip
06:30
UN Women
03:59
Blár apríl
03:40
Frá athygli til árangurs
Að grípa athygli
05:32
Mistök og lærdómur
10:02
Lykillinn að velgengni
04:51
Fólkið á bak við verkið
Að selja hugmynd
06:59
Fólk er vörumerki
07:53
Hugmyndavinna
08:13
Ímynd, orðspor og framtíðarsýn
Endurmörkun
03:54
Ímynd og orðspor
09:54
Mistök í almannatengslum
02:46
Gullna reglan í markaðsmálum
04:13
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

15 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 15 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

kt. 590219-1420

[email protected]