SQL grunnnámskeið

Vefnámskeið

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er meðal annars farið yfir:

  • Skoðun gagna: Hvaða skipanir eru góðar til að endurraða gögnum og flokka þau?
  • Tengingar: Hvernig tengir maður saman töflur?
  • Fyrirspurnir: Hvernig á að nota SELECT, FROM og WHERE? Hver er munurinn á þeim?
  • Reikniaðgerðir: Hvernig telur maður tilfelli? Hvernig er best að margfalda efni tveggja dálka saman?
  • Gagnagrunnar: Hvað eru venslagagnagrunnar? Hvernig virka þeir?
  • Aðrar aðgerðir: Hvað gera IN( ), DISTINCT og HAVING aðgerðirnar?
  • Vinnsla: Hvernig vinnur maður með dagsetningar? En hæstu og lægstu gildi? Hvaða skipanir fylgja þeim?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getu.

Skráning

Vefnámskeið. Innifalið eru 21 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Marinó

Marinó er verkfræðingur og hefur notað SQL af miklu kappi síðasta áratuginn í störfum sínum. Sem stofnandi Frama notar Marinó SQL til þess að halda utan alla virkni vefsíðunnar ásamt því að öðlast mikilvæga innsýn inn í rekstur fyrirtækisins. Áður starfaði Marinó hjá Marel þar sem hann notaði SQL, djúp tauganet og röntgentækni til þess að finna gæðagalla í fiski.

Marinó er sjálflærður forritari og hefur meðal annars nýtt sér vefnámskeið sem þetta til þess að dýpka kunnáttu sína. Á þessu námskeið vill hann opna heim SQL fyrir nemendum á fljótlegan hátt svo þeir geti strax nýtt sér SQL í leik og starfi.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja taka upplýstari ákvarðanir með stuðningi gagna
  • vilja eyða efasemdum og ágiskunum í daglegum verkefnum
  • vilja leita á fljótlegan hátt í stórum gagnagrunnum

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig nota má SQL og gagnagrunna til þess að svara flóknum spurningum
  • hvernig tengja má saman ólíkar upplýsingar og fá djúpa innsýn í rekstrargögn fyrirtækja
  • allar helstu SQL skipanirnar og notkun þeirra í raunverulegum verkefnum

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Grunnur
Inngangur
3:56
Gögnin okkar og SQL umhverfið
4:21
Venslagagnagrunnur (e.relational database)
9:17
Beinagrind SQL fyrirspurnar (SELECT, FROM, WHERE)
6:46
Verkefni 1
1:05
Verkefni 1 - lausn
3:52
Fleiri aðgerðir
GROUP BY, ORDER BY og COUNT
5:47
Nánar um skilyrði (WHERE)
8:15
Tengjum saman töflur, verkefni 2 sett fyrir
6:19
Verkefni 2 - lausn
10:24
Reikniaðgerðir
19:00
Reikniaðgerðir framhald, verkefni 3 sett fyrir
9:00
Verkefni 3 - lausn
9:58
Dagsetningar, hæsta og lægsta gildi, verkefni 4 sett fyrir
19:07
Verkefni 4 - lausn
7:51
Distinct aðgerðin, verkefni 5 sett fyrir
8:07
Verkefni 5 - lausn
6:09
Bónusefni
IN( ) aðgerðin
8:32
Samanburðarvirkjar og HAVING, verkefni 6 sett fyrir
9:32
Verkefni 6 - lausn
10:40
Join, tenging taflna
11:06
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

21 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 21 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Þarf ég að kaupa ákveðinn hugbúnað?
Nei, þú þarft ekki að kaupa neinn hugbúnað til að taka þetta námskeið.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík