Lærðu að teikna

Vefnámskeið með Halldóri Baldurssyni

Um námskeiðið

Halldór Baldursson skopmyndateiknari kennir þér að teikna í 20 fyrirlestrum. Hann fer meðal annars yfir eftirfarandi atriði:

  • Grunnform: Farið er yfir hvernig grunnforminn grundvalla alla teikningu. Notum grunnformin til þess að búa til teikningu af þrvíðum hlutum
  • Skygging: Samspil ljósgjafa og skyggingar. Hvar fellur skugginn og hvernig skyggjum við myndir á mismunandi vegu
  • Myndbygging: Hvernig mynd er uppbyggð til þess að draga athygli að mismunandi atriðum og skapa jafnvægi
  • Fjarvídd: Lærum að teikna í fjarvídd með einum, tveimur og síðan þremur brennipunktum.
  • Mannslíkaminn: Farið yfir hlutföll mannslíkamans og hvernig hægt er að teikna mismunandi stöður á fljótlegan hátt
  • Andlitsmyndir: Nákvæmnisteikning andlits eftir ljósmynd
  • Vatnslitir: Aðferðir við vatnslitun kennd með fullvinnslu skopmyndar

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Halldóri Baldurssyni. Innifalið eru 20 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Halldór Baldursson

Halldór Baldursson hefur komið víða við og mundað pennann í margvíslegum verkefnum síðustu áratugina, hann hefur myndskreytt á annað hundrað barna- og kennslubóka, skapað eftirminnilegar auglýsingar auk þess að teikna þúsundir hárbeittra skopmynda. Halldór er líklega þekktastur fyrir skopmyndir sínar sem birst hafa í mörgum dagblöðum landsins. í dag vinnur Halldór sem skopmyndateiknari Fréttablaðsins auk þess að kenna ýmis námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Fyrir störf sín hefur Halldór unnið til margs konar verðlauna og viðurkenninga. Bækur sem Halldór hefur myndskreytt hafa meðal annars hlotið bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin. Þá hefur hann fengið margar viðurkenningar frá Félagi íslenskra teiknara í flokki myndskreytinga.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja læra að teikna
  • vilja deila hugmyndum sínum á myndrænan hátt
  • hafa áhuga á sköpunarferli atvinnuteiknara
  • eru í leit að innblæstri og leiðum til þess að bæta sköpun sína

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • teiknað flóknari myndir með hjálp grunnformanna
  • teiknað myndir í fjarvídd með einum, tveimur og þremur brennipunktum
  • skapað persónur, svipbrigði og teiknað mannslíkamann
  • notað nytsamar aðferðir í andlitsteikningu

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Undirstöður
Inngangur
7:26
Áhöld
16:13
Línan
6:17
Grunnform
12:18
Ljós og skuggar
12:14
Fígúrur
6:32
Myndbygging
13:56
Litir
2:54
Fjarvídd
Fjarvídd - inngangur
7:12
Tveggja punkta fjarvídd
5:35
Þriggja punkta fjarvídd
8:42
Fjarvídd - samantekt
3:10
Ýmis form teikningar
Portrett
14:11
Skopmyndir
2:43
Svipbrigði
10:28
Skissa
12:59
Mannslíkaminn
10:43
Vatnslitir og blek
15:57
Vatnslitir og blek - framhald
15:25
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
0:31
Könnun
Útskriftarskírteini

20 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 20 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Þarf ég einhver verkfæri til að taka námskeiðið?
Þú getur teiknað flestallt í námskeiðinu með blaði og blýanti. Halldór fer yfir blýanta, penna og pappír sem hann mælir með fyrir ólíka hluta námskeiðsins í sérstökum fyrirlestri. Við mælum með því að þú útvegir þér þá hluti eftir því sem líður á námskeiðið til að geta æft þig í þeim atriðum sem Halldór fer yfir.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík