WordPress skref fyrir skref

Vefnámskeið með Enari

Um námskeiðið

Lærðu á alla mikilvægustu hluta WordPress vefumsjónarkerfisins frá grunni. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa umsjón með WordPress vefsíðum og þeim sem vilja setja upp sína eigin vefsíðu.

Farið er yfir eftirfarandi atriði:

  • Vefsíðugerð: Uppsetning og hönnun nýrrar vefsíðu frá grunni. Að námskeiði loknu hefur þú þína eigin uppsetta WordPress vefsíðu á netinu.
  • Fréttakerfi: Hvernig á að setja inn fréttir og stilla útlit þeirra nákvæmlega.
  • Þemakerfi: Þemakerfið er notað til þess að gefa síðunni einstakt yfirbragð.
  • Viðbætur: Ýmsar viðbætur eru settar upp sem auðvelda notkun síðunnar. Þar má nefna skilaboðaform, Google analytics, ruslvarnir og fleira.
  • Forsíða og undirsíður: Farið er ítarlega yfir hönnun og umsjón forsíðu og undirsíðna.
  • Mælingar og öryggi: Hvernig á að mæla gestafjölda og verja WordPress vefsíður gegn tölvuárásum og ruslpóstum.

Engin forritunarkunnátta er nauðsynleg. Að námskeiði loknu munt þú hafa heildstæða yfirsýn yfir WordPress - og verkfærakistu til að hanna og reka þína eigin vefsíðu á auðveldan hátt.

Skráning

Vefnámskeið með Enari. Innifalið eru 20 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Enar

Enar Kornelius er flugklár drengur sem dúxaði Menntaskólann í Hamrahlíð á sama tíma og hann var forseti nemendafélagsins. Hann hefur notað WordPress við vefsíðugerð frá unga aldri og kann öll trixin í bókinni.

Enar leggur áherslu á að útskýra námsefnið á einfaldan hátt og forðast að nota tæknilegar útskýringar. WordPress verður á þennan hátt aðgengilegt fyrir alla nemendur óháð reynslu.

Enar leggur nú stund á hagfræði við Háskólann í Chicago.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • ná almennilegum tökum á WordPress
  • setja upp og hanna nýja vefsíðu frá grunni
  • stofna vefverslun til að selja vörur á netinu
  • bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig best er að viðhalda vefsíðum með WordPress
  • hvernig á að setja upp og hanna vefsíðu frá grunni
  • hvernig bæta má útlit vefsíðu til að auka notkun gesta

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Inngangur og uppsetning
Inngangur
1:49
Lén og hýsing
9:23
Uppsetning Wordpress
6:34
Grunnstillingar Wordpress
10:00
Útlit og grunnsíður
Nýjar síður og valmynd
7:31
Þemu
6:51
Viðbætur og síðusmiður
4:48
Grunnsíðan
20:36
Litir og útlit
5:32
Forsíða og undirsíður fínpússaðar
Forsíða - grunnur
13:35
Forsíða - myndir og fyrirsagnir
26:56
Forsíða - dálkar
16:08
Forsíða - stillingar fyrir snjallsíma
5:00
Forsíða - fleiri greinar og um teymi
14:03
Undirsíður
11:48
Fréttakerfi og skilaboðaform
Skilaboðaform
17:27
Fréttakerfi
14:39
Fréttakerfi og hliðarstika
13:51
Ítarefni
Google Analytics
6:40
Öryggi
12:02
Að lokum
Könnun
Útskriftarskírteini

20 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 20 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Þarf ég að kaupa ákveðinn hugbúnað?
Nei, hægt er að setja upp WordPress og læra á það án þess að borga krónu.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík