Fjármál fyrirtækja

Vefnámskeið með Úlfari Biering

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er meðal annars farið yfir:

  • Fjármögnun: Hvaða leiðir eru í boði til að fjármagna verkefni eða ný fyrirtæki?
  • Reikningar: Hvað fer inn á efnahagsreikning? En á rekstrarreikning?
  • Tímavirði peninga: Hvað er tímavirði peninga? Hvaða áhrif hefur það á ákvarðanir og fjárfestingar?
  • Ávöxtun: Hvað er ávöxtun? Hvernig er hún reiknuð?
  • Áhætta: Hvernig er áhætta skilgreind í fjármálum? Hvernig tengist hún ávöxtun?
  • Vextir: Hverjar eru mismunandi tegundir vaxta? Hverjir þeirra eru algengastir? Hvernig virka þeir?
  • Markaðir: Hvað eru peningamarkaðir? En fjármagnsmarkaðir?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Úlfari Biering. Innifalið eru 23 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Úlfar

Úlfar Biering er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar hjá fjárfestingafélaginu Ægi Invest. Áður vann Úlfar á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.

Úlfar er fæddur og uppalinn Dalvíkingur og æfði fótbolta með Knattspyrnufélagi Akureyrar í mörg ár. Hann hefur mikinn áhuga bæði á fjármálum og fyrirtækjarekstri.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • skilja hvernig fjármál virka í fyrirtækjum
  • taka betri ákvarðanir tengdar rekstri og fjármálum
  • öðlast meiri yfirsýn yfir gangverk fyrirtækja og efnahagslífsins
  • bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvernig stjórnendur fyrirtækja taka ákvarðanir um fjármögnun og fjárfestingar
  • vexti, tímavirði peninga, markaði og ársreikninga
  • hvernig fyrirtæki og verkefni eru verðmetin
  • hvernig best er að hugsa um fjárfestingar og samband áhættu og ávöxtunar

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Inngangur
Kynning
6:29
Vextir
Tegundir vaxta
11:58
Raun- og nafnvextir
5:58
Markaðir
Peninga- og fjármagnsmarkaðir
6:09
Skilvirkni markaða
9:42
Tímavirði peninga
Framtíðar- og núvirði
12:40
Sýnidæmi, hreint núvirði og innri vextir
8:23
Ársreikningar
Inngangur
2:40
Efnahagsreikningur
5:42
Rekstrarreikningur
7:07
Sjóðsstreymisreikningur
6:22
Kennitölur
5:23
Fjármögnun
Fjármögnunarleiðir og skuldsetning
4:35
Eigið fé
8:40
Verðmatsaðferðir
Inngangur
4:18
Kennitölusamanburður
2:45
Endurmetið eigið fé
1:59
Sjóðstreymi
10:00
Áhætta og ávöxtun
Inngangur
1:56
Ávöxtun
4:37
Samspil áhættu og ávöxtunar
5:53
Dreifing eignasafns
2:37
CAPM líkanið
5:40
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

23 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 23 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík