Íslendingasögur

Vefnámskeið með Ármanni Jakobssyni

Um námskeiðið

Lærðu allt um Íslendingasögurnar undir handleiðslu Ármanns Jakobssonar. Á námskeiðinu fer hann heildstætt yfir uppruna, samhengi og innihald Íslendingasagna með lifandi og skemmtilegum dæmum, sem veita nýja innsýn í einar merkustu bókmenntir Íslandssögunnar.

Ármann fer meðal annars yfir eftirfarandi:

  • Uppruni: Hvað vitum við um uppruna og aldur sagnanna?
  • Stíll og form: Hvað einkennir sögurnar?
  • Persónusköpun: Hvað einkennir persónur sagnanna? Hvað drífur þær áfram og hvaða gildi hafa þær?
  • Kynslóðir, stéttir og kyn: Hvað getum við lært um sögurnar og samfélagið út frá mismunandi sjónarhornum?
  • Útgáfusaga: Hvar og hvernig voru sögurnar gefnar út?
  • Nútíminn: Hvaða erindi eiga sögurnar í nútímanum?

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Ármanni Jakobssyni. Innifalið eru 16 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Ármann Jakobsson

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hann lauk doktor­sprófi frá Háskóla Íslands árið 2003 og gegnir stöðu prófessors við íslensku- og menningar­deild skólans. Ármann kennir þar námskeið um íslenska bók­mennta­sögu og miðalda­bókmenntir.

Ármann er einnig rithöfundur, en hann hefur sent frá sér skáld­sögur, barna­bækur og fræði­bækur. Sem fræði­maður hefur hann sérhæft sig í miðalda­bókmenntum, menningar­fræði og þjóð­fræði.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja læra um Íslendingasögur
  • vilja vita meira um íslenska menningu
  • vilja fá dýpri skilning á Íslandssögunni
  • vilja öðlast nýja innsýn

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú vita:

  • hvernig Íslendingasögur urðu til
  • hvað einkennir sögurnar
  • hvernig ólík sjónarhorn varpa nýju ljósi á þær
  • hver arfleifð sagnanna er

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrirlestrar
Inngangur
02:35
Skilgreining
11:53
Uppruni og eldri gerð
09:09
Hlutverk höfunda
07:46
Aldur Íslendingasagna
09:08
Íslendingasögur og aðrar miðaldabókmenntir
08:50
Formgerðir
08:00
Stíll
07:39
Persónusköpun
07:31
Aukapersónur
07:57
Eldra fólk og yngra
07:03
Stéttaátök
07:14
Útlendingar
06:33
Kynjaátök
06:19
Útgáfusaga Íslendingasagna
07:50
Íslendingasögur og nútíminn
07:08
Lok námskeiðs
Könnun
Útskriftarskírteini

16 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 16 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík