Allt um prjón

Vefnámskeið með Grétu Sörensen

Um námskeiðið

Gréta Sörensen mynd- og handmenntakennari og textílhönnuður hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að skapa með prjónum og garni. Á námskeiðinu kennir hún byrjendum og þeim sem eru lengra komnir öll grunnatriði og ýmislegt annað sem viðkemur prjónaskap. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir:

 • Grundvallartækni í prjóni: Hvað þarf að hafa í huga í prjónaferlinu?
 • Prjónar og garn: Eru sumir prjónar betri en aðrir? Hvaða eiginleika hafa mismunandi tegundir af garni?
 • Prjónfestuprufa: Hvers vegna er hún nauðsynleg? Hvað gerum við ef prjónfestan er ekki sú sama og í uppskriftinni?
 • Mismunandi aðferðir við að fitja upp: Húsgangsfit, skólafit og snúrufit.
 • Að fella af: Hvaða aðferðir henta best?
 • Mismunandi prjón: Slétt og brugðið, garðaprjón, perluprjón, gataprjón, munsturprjón og fleira.
 • Lopapeysu­uppskrift: Að lokum fylgir með uppskrift af lopapeysu þar sem Gréta lýsir ferlinu við gerð lopapeysu frá upphafi til enda.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Grétu Sörensen. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðanKennarinn þinn

Gréta

Gréta fékk handavinnuáhugann með móðurmjólkinni ef svo má að orði komast en móðir hennar og amma voru miklar handavinnukonur. Hún útskrifaðist með B.A. í textíl með aðaláherslu á vefnað og er með kennsluréttindi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Seinna lærði Gréta textílhönnun frá Konstfack í Stokkhólmi með aðaláherslu á prjón.

Gréta hefur lengst af starfað sem kennari í mynd- og handmennt, fögum tengdum litafræði, hönnun og handprjóni. Hún hefur hannað peysur fyrir blöð og tímarit og gefið út tvær bækur um prjón, prjóntækni, útprjón og hönnun. Þær eru Prjónabiblían og Lopapeysubókin.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

 • vilja bæta sig í prjóni
 • vilja rifja upp prjónatökin eða byrja frá grunni
 • vilja bæta við sig þekkingu í handavinnu
 • vilja hanna eigin prjónaverk

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

 • af hverju mismunandi prjónar og garn skipta máli
 • hvernig best er að fitja upp og fella af
 • mismunandi munstur út frá sléttri og brugðinni lykkju
 • hvernig hægt er að hanna og prjóna sína eigin lopapeysu
 • hvers vegna það er mikilvægt að sannreyna prjónafestu
 • hvaða prjónar og garn virka best
 • hvað útprjón, munsturprjón og áferðaprjón er

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Fyrsti hluti
Inngangur
4:16
Prjónar og garn
16:31
Prjónfesta og prjónfestuprufur
06:08
Að fitja upp
16:17
Að fella af
08:19
Annar hluti
Slétt og brugðin lykkja
13:43
Útprjón - munsturprjón - áferðarprjón
13:56
Útprjón - Gataprjón
09:24
Kaðlaprjón
07:30
Aukið út og tekið úr
12:41
Prjónað í hring á 5 prjóna
12:40
Þriðji hluti: Að hanna og prjóna lopapeysu
Litahringurinn
20:23
Uppskriftin
15:19
Frágangur
06:08
Lok námskeiðs
Skilnaðarorð
00:57
Könnun
Útskriftarskírteini

18 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 18 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á hjalp@frami.is og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík