Kvíði, streita og áhyggjur

Vefnámskeið með Sóleyju Dröfn

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:

  • Hvað kvíði er: Hvað kvíði er, hvernig hann birtist og hvers vegna hann er algengari en margir halda.
  • Afbrigði kvíða: Helstu tegundir kvíða og hvernig þær geta birst á ólíkan hátt hjá fólki.
  • Vítahringur kvíðans: Hvernig kvíði viðheldur sjálfum sér, hvaða hegðun styrkir hann og hvernig vítahringurinn myndast.
  • Ofsakvíði: Hvað ofsakvíði er, hvernig köst líða yfir og hvað er mikilvægt að skilja um þau.
  • Streita og áhyggjur: Tengsl streitu, áhyggja og kvíða og hvernig þau hafa áhrif á daglegt líf.
  • Félagskvíði og hegðunarmynstur: Hvað felst í félagskvíða, fullkomnunaráráttu og frestun og hvernig þessi mynstur tengjast kvíða.

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig.

Skráning

Vefnámskeið með Sóleyju Dröfn. Innifalið eru 10 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur horft í öllum tækjum og skírteini þegar þú klárar.

Frá 19.900 kr. - sjá öll námskeið í boði

EÐA

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld Frama. Finndu þitt stéttarfélag hér að neðan



Kennarinn þinn

Sóley Dröfn

Sóley Dröfn Davíðsdóttir er sálfræðingur og hefur starfað við sálfræði í yfir tvo áratugi. Hún lauk námi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2001 og starfaði fyrstu sjö árin á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Árið 2008 stofnaði hún Kvíðameðferðarstöðina ásamt samstarfskonu sinni og gegnir þar hlutverki yfirsálfræðings. Sóley hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíðaraskana og sinnir meðal annars einstaklings- og hópmeðferð, kennslu og rannsóknum á því sviði.


Sóley hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún hefur gefið út fjölda bóka um kvíða, fælni, félagskvíða, þunglyndi og tengd málefni, með það að markmiði að bæta aðgengi fólks að sálfræðilegri meðferð. Í starfi sínu leggur hún áherslu á fræðslu, hagnýtar leiðir og upplýsta nálgun á kvíða og andlega líðan.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem:

  • vilja skilja kvíða og hvernig hann virkar
  • upplifa kvíða, streitu eða miklar áhyggjur
  • vilja læra að rjúfa vítahring kvíðans
  • vilja fá skýrari skilning á eigin upplifun

Hvað mun ég læra?

Eftir námskeiðið munt þú skilja:

  • hvað kvíði er og hvernig hann virkar
  • hvernig kvíði viðheldur sjálfum sér
  • hvernig ofsakvíði og sterk einkenni birtast
  • hvernig áhyggjur og streita tengjast kvíða

Efnistök

Skoðaðu hvaða fyrirlestrar og annað efni er innifalið í námskeiðinu

Skilningur á kvíða
Inngangur
03:56
Hvað er kvíði?
14:33
Helstu afbrigði kvíða
16:14
Kjarni kvíðans
Vítahringur kvíðans
07:13
Kvíði í daglegu lífi
Ofsakvíði
10:42
Streita
11:50
Áhyggjur
11:52
Kvíði í samskiptum og kröfum
Félagskvíði og sviðsskrekkur
16:21
Fullkomnunarárátta
10:18
Lok námskeiðs
Hagnýt ráð til að draga úr kvíða
08:37
Könnun
Útskriftarskírteini

10 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Fáðu öll námskeiðin

Með því að skrá þig í áskrift færð þú ótakmarkaðan aðgang að öllum námskeiðum Frama. Auk þess færðu aðgang að nýjum námskeiðum um leið og þau koma út. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?
Námskeiðið samanstendur af 10 fyrirlestrum sem þú færð aðgang að á nemendasvæði Frama. Þú getur jafnframt spurt spurninga á nemendasvæðinu. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu sent útskriftarskírteini.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu ef þú kaupir það stakt. Ef þú skráir þig í áskrift færðu fullan aðgang að námskeiðinu auk allra annarra námskeiða Frama í eitt ár. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Skoðaðu endurgreiðslustefnu stéttarfélaga með því að smella hér.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Byrjaðu að læra í dag

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

kt. 590219-1420

[email protected]