Sverrir Arnórsson hefur verið ráðinn sumarstarfsmaður hjá Frama. Sverrir er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, lærir verkfræði í Háskóla Íslands auk þess að leggja stund á sellóleik. Hann hefur áður starfað sem kennari, komið að rannsóknarverkefnum hjá Háskóla Íslands og flutt pistla á Rás 1. Sverrir mun meðal annars hjálpa okkur við framleiðslu á nýju efni, umsjón með vefsíðunni og stuðning við nemendur. Við bjóðum Sverri velkominn til starfa og hlökkum til að vinna með honum í sumar.

Sverrir Arnórsson, sumarstarfsmaður