← Til baka á bloggið

Golf með Birgi Leifi - nýtt námskeið

20. ágúst 2021 • Eftir Frami Framason

Á þessu námskeiði fer Birgir Leifur yfir atriðin sem þarf að æfa upp til að bæta sig í golfinu. Hann fer meðal annars yfir:

  • Uppstillingu sveiflu: Hvernig stillir maður sér rétt upp fyrir sveiflu? Hvernig á gripið að vera?
  • Aftursveifla og framsveifla: Hvað er gott að hafa í huga fyrir hvora sveifluna fyrir sig?
  • Teighögg: Hvaða kylfugerð er gott að nota? Hvernig slærðu?
  • Pútt: Hvernig er gott grip og staða fyrir pútthögg? Hvernig skipuleggurðu höggið?
  • Járnhögg: Hvenær er gott að nota járn og hvenær blendinga? Hvernig slærðu járnhögg á braut?
  • Hugarfar: Hvarnig viðheldur maður réttu viðhorfi á vellinum? Hvernig undirbýr maður sig fyrir keppni?
  • Þjálfun: Hvernig æfir maður að vetri til? Hvernig bætir maður ólíka þætti golfleiksins?

Um kennarann:

Birgir Leifur Hafþórsson er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi. Afrekalistinn er langur en þar á meðal er hann sá eini til þessa sem hefur haldið þátttökurétti á evrópsku mótaröðinni og sigrað í áskorendamótaröð Evrópu.

Hann hefur spilað yfir 70 mót á European Tour og sigrað Challenge Tour í Frakklandi. Birgir er löggiltur PGA golfkennari, og sinnir meðal annars þjálfun og kennslu nýliða í golfi.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík