← Til baka á bloggið

Google Analytics - nýtt námskeið

31. janúar 2020 • Eftir Frami Framason

Google Analytics er vinsælasta vefmælingartól heims og er notað á yfir 50 milljón vefsíðum. Það er nauðsynlegt fyrir alla þá sem sjá um vefsíður að hafa yfirsýn yfir notkun þeirra og virkni. Þess vegna erum við hjá Frama spennt að kynna nýtt námskeið þar sem kennt er á Google Analytics. Eftir þetta námskeið hafa nemendur sett upp Google Analytics á sinni vefsíðu og skilja hvernig viðmótið virkar. Jafnframt geta þeir greint hvernig fólk kemur inn á vefsíðuna, hvers konar fólk kemur inn á vefsíðuna og hvað það gerir inni á henni.

Þá munu nemendur einnig geta sett upp og greint herferðir ásamt því að setja sér markmið um notkun hennar. Þekking á Google Analytics er mjög verðmæt, bæði fyrir einstaklinga en ekki síður fyrir starfsmenn fyrirtækja. Með því að læra á Google Analytics tryggir þú það að vefsíðan þín skili þeim árangri sem þú vilt.

Kynntu þér námskeiðið nánar hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík