← Til baka á bloggið

Ljósmyndun með Baldri Kristjáns - nýtt námskeið

6. desember 2020 • Eftir Frami Framason

Í nýjasta námskeiði Frama kennir Baldur Kristjáns þér ljósmyndun.

Baldur er einn af þekktustu ljósmyndurum þjóðarinnar en hann hefur einnig getið sér gott orð erlendis með ljósmyndum í blöðum á við New York Times og Der Spiegel. Þá hefur hann unnið með mörgum af þekktustu vörumerkjum heims á sviði auglýsingaljósmyndunnar og má þar nefna Nike, Spotify og Coca Cola.

Baldur sérhæfir sig í umhverfis- og portrettljósmyndun þar sem hann kynnist fyrirsætunum vel og blandar umhverfi þeirra síðan á smekklegan hátt inn í myndirnar. Hann hefur sérstaka unun af því að taka myndir af gömlum hrukkóttum andlitum þar sem hver hrukka segir sögur af reynslu og ævintýrum. Þrátt fyrir þétta dagskrá nýtur Baldur þess ennþá að taka myndir fyrir persónulega safnið. Myndavélin er aldrei langt undan og getur göngutúr niður Skólavörðustíginn því hæglega breyst í ljósmyndaferð þar sem gangandi vegfarendur er beðnir um að sitja fyrir.

Á þessu námskeiði fer Baldur meðal annars yfir eftirfarandi atriði:

  • Portrett myndataka: Hvernig fanga má persónuleika fólks á ljósmynd
  • Sköpunarferlið: Innsýn inn í sköpunarferli ljósmyndara allt frá því að innblástur er sóttur þar til myndin er birt
  • Lýsing: Notkun náttúrulegrar lýsingar og annarra ljósgjafa
  • Tæknileg atriði: Hvernig nota má mismunandi stillingar á ljósopi, lokunarhraða og ljósnæmni til þess að ná fram mismunandi áhrifum
  • Búnaður: Hvaða búnaður er nauðsynlegur og hvað þarf til þess að byrja
  • Uppáhalds ljósmyndir: Baldur sýnir uppáhaldsljósmyndir sínar í nokkrum flokkum og deilir með okkur sögum af því hvernig þær urðu til

Auk fyrirlestranna fylgjumst við með Baldri í ljósmyndatöku fyrir nýja vörulínu Herrafataverzlunar Kormáks og Skjaldar.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík