← Til baka á bloggið

Aðgangs­­passinn: ný leið til að læra hjá Frama

15. maí 2019 • Eftir Frami Framason

Í dag kynntum við til sögunnar Aðgangspassann, sem er ný leið til að læra hjá Frama. Í stað þess taka bara eitt námskeið getur þú núna fengið aðgang að öllum okkar námskeiðum.

Aðgangspassinn gildir í eitt ár og veitir líka aðgang að öllum námskeiðum sem bætast við á áskriftartímabilinu. Við erum með nokkur námskeið í framleiðslu eins og stendur og áformum að kynna ný námskeið jafnt og þétt til sögunnar á komandi mánuðum.

Aðgangspassinn kostar 19.900 krónur á ári en hægt er að segja upp passanum hvenær sem er. Við uppsögn veitir passinn áfram aðgang að öllum námskeiðum okkar í eitt ár frá kaupum en endurnýjast ekki sjálfkrafa þegar tímabilinu lýkur.

Við viljum tryggja að núverandi nemendur Frama hafi tækifæri til að skrá sig í Aðgangspassann. Við bjóðum því öllum sem hafa nú þegar skráð sig í námskeið hjá okkur að láta fyrri námskeiðsgjöld ganga upp í verðið á aðgangspassanum. Ef þú vilt nýta þér þann möguleika, sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða línu á hjalp@frami.is.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík