← Til baka á bloggið

Photoshop grunnnámskeið - nýtt námskeið

11. júlí 2019 • Eftir Frami Framason

Við höfum núna opnað fyrir skráningar á nýtt námskeið í Photoshop. Photoshop er vinsælasta mynd- og grafíkvinnsluforrit í heiminum í dag. Forritið gerir öllum kleift að koma frumlegum hugmyndum á myndrænt form á mettíma.

Námskeiðið hentar þeim sem:

  • hafa áhuga á myndvinnslu eða grafískri hönnun
  • vilja láta ljósmyndir sínar líta betur út
  • langar að búa til efni fyrir vefsíður eða til útprentunar
  • vilja bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Í lok námskeiðsins munt þú geta notað Photoshop til þess að koma þinni eigin hönnun í myndrænan búning og um leið skilað frá þér fallegra efni sem tekið er eftir.

Um kennarann

Kennari námskeiðsins heitir Halldór Snorrason. Halldór er með meistaragráðu í hönnun og listrænni stjórnun frá Konunglega danska listaháskólanum. Hann vinnur nú sem listrænn stjórnandi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Sem listrænn stjórnandi ber hann ábyrgð á heildarútliti framleiðslunnar og vinnur náið með leikstjóra, framleiðenda og kvikmyndatökufólki.

Halldór hefur notað Photoshop í um 20 ár í ýmisskonar verkefnum og er það ennþá hans aðal hönnunarverkfæri. Fyrir neðan eru nokkur af verkum Halldórs sem flest eru unnin fyrir sjónvarpsþætti.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík