← Til baka á bloggið

Einar Kárason kennir þér að skrifa bók - nýtt námskeið

24. júní 2019 • Eftir Frami Framason

Við kynnum nýtt námskeið þar sem Einar Kárason kennir okkur að skrifa bók. Á námskeiðinu veitir Einar innsýn inn í sköpunarferli skáldsagnagerðar allt frá því að sækja sér innblástur til þess að gefa út verkið. Hann fer meðal annars yfir uppbyggingu söguþráðs, sköpun persóna, áhrif ritstíls, notkun myndmáls og samvinnu með ritstjóra. Þessum ráðum deilir Einar á ljóslifandi hátt með fjölda dæmisagna enda einn af okkar bestu sögumönnum. Nemendur kynnast sköpunarferli Einars í þaula og geta nýtt sér dýrmæt ráð í leik og starfi að námskeiði loknu.

Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur gefið út fjölda metsölubóka síðustu 40 ár. Meðal verka hans má nefna þríleikinn Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið sem kvikmyndin Djöflaeyjan í leikstjórn Friðriks Þórs var byggð á. Bók hans Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008 og hefur hann fjórum sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Af öðrum vinsælum skáldsögum má nefna Heimskra manna ráð, Óvinafögnuð og nýjustu bók hans Stormfugla, sem kom út árið 2018.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík