← Til baka á bloggið

Fjármál fyrirtækja - nýtt námskeið

21. mars 2019 • Eftir Frami Framason

Við höfum núna opnað fyrir skráningar á nýtt námskeið í fjármálum fyrirtækja. Á námskeiðinu farið yfir helstu atriði sem snúa að því hvernig ákvarðanir um fjármögnun, fjárfestingar og annað tengt fyrirtækjarekstri eru teknar. Meðal annars er farið yfir:

  • Ólíkar tegundir vaxta og vaxtaútreikninga
  • Markaði og tímavirði peninga
  • Uppbyggingu og greiningu ársreikninga
  • Fjármögununarleiðir fyrirtækja
  • Verðmat fyrirtækja með ólíkum aðferðum
  • Fjárfestingar, áhættu og ávöxtun

Þeir sem ljúka námskeiðinu munu skilja fræðin sem liggja að baki ákvarðanatöku fyrirtækja þegar kemur að fjármögnun, fjárfestingum og fjárstýringu.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á fjármálum og rekstri. Það getur til dæmis komið þeim að gagni sem vilja fá innsýn inn í reksturinn og fjárhagslegu hliðina hjá sínum vinnuveitanda, skilja betur fréttir af viðskiptum og efnahagsmálum, eða einfaldlega bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum.

Kennarinn

Kennari námskeiðsins heitir Úlfar Biering er hagfræðinemi á lokaári við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins og útskrifaðist áður af raungreinabraut Menntaskólans á Akureyri. Úlfar er fæddur og uppalinn Dalvíkingur og æfði fótbolta með Knattspyrnufélagi Akureyrar í mörg ár. Hann hefur mikinn áhuga bæði á fjármálum og fyrirtækjarekstri.

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið er á sérstöku kynningartilboði á fyrstu metrunum sem hægt er að sjá á Skráningarsíðunni. Við vekjum líka athygli á því að flest stéttafélög endurgreiða stærstan hluta námskeiðsgjaldsins. Líkt og með önnur námskeið hjá Frama fylgir aðgangur að sérstöku spjallsvæði þar sem aðstoð er veitt, útskriftarskírteini fyrir alla sem ljúka námskeiðinu, og ævilangur aðgangur að námsefnina svo allir geti klárað á eigin hraða.

Á komandi vikum munum við opna fyrir skráningar á fleiri námskeið. Ef þú hefur sérstakar óskir um eitthvað sem þig langar að læra geturðu alltaf sent okkur skilaboð. Skráðir nemendur Frama geta líka skrifað hugmyndir í athugasemdir hér fyrir neðan.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík