← Til baka á bloggið
28. ágúst 2021 • Eftir Frami Framason
Á þessu nýja námskeiði Frama deilir Bubbi Morthens með þér öllu því helsta sem tengist lífi tónlistarmanns og því að koma fram. Á námskeiðinu fjallar hann meðal annars um: Að ná árangri: Hvernig nýtir maður mótlæti sem eldsneyti? Hvernig viðheldur maður bæði ástríðu og aga í því sem maður tekur sér fyrir hendur?
Bubbi gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980, og hefur gefið út fjölmargar plötur síðan. Hann hefur átt langan sólóferil, en hefur líka verið í hljómsveitum, sem dæmi má nefna Utangarðsmenn og Egó.
Bubbi hefur haldið sig á toppnum í íslenskri tónlist allan ferilinn, og leggur mikla áherslu á að þróa sig og tónlistina sína stöðugt áfram. Hann hefur lent í ýmsu, og talar hreinskilið um ferilinn og lífið í þessu skemmtilega námskeiði.
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Skráðu þig hér