← Til baka á bloggið

Bubbi Morthens - nýtt námskeið

28. ágúst 2021 • Eftir Frami Framason

Á þessu nýja námskeiði Frama deilir Bubbi Morthens með þér öllu því helsta sem tengist lífi tónlistarmanns og því að koma fram. Á námskeiðinu fjallar hann meðal annars um: Að ná árangri: Hvernig nýtir maður mótlæti sem eldsneyti? Hvernig viðheldur maður bæði ástríðu og aga í því sem maður tekur sér fyrir hendur?

  • Texti: Hvaðan getur maður fengið innblástur fyrir textana sína? Hvort er þægilegra að semja texta eða lag á undan?
  • Að koma fram: Hvað er gott að gera áður en maður gengur á svið? Hvernig nær maður salnum? Hvað gerir maður ef fólk er að tala?
  • Sköpunarferlið: Hvernig varð lagið Rómeó og Júlía til? Hvað með Ástrós?
  • Gítarleikur: Hvar er best að byrja? Hvenær og hvernig er best að æfa sig?
  • Fyrirmyndir: Hvaða gagn er að fyrirmyndum í tónlist? Hvað má læra af þeim?
  • Að finna sinn hljóm: Hvernig finnur maður sinn hljóm sem tónlistarmaður? Hvaða atriði eiga þátt í að mynda hann?

Um Bubba

Bubbi gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980, og hefur gefið út fjölmargar plötur síðan. Hann hefur átt langan sólóferil, en hefur líka verið í hljómsveitum, sem dæmi má nefna Utangarðsmenn og Egó.

Bubbi hefur haldið sig á toppnum í íslenskri tónlist allan ferilinn, og leggur mikla áherslu á að þróa sig og tónlistina sína stöðugt áfram. Hann hefur lent í ýmsu, og talar hreinskilið um ferilinn og lífið í þessu skemmtilega námskeiði.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík