← Til baka á bloggið

Forritun með Python - nýtt námskeið

12. ágúst 2019 • Eftir Frami Framason

Við erum spennt fyrir því að kynna nýtt námskeið þar sem nemendur geta lært á Python forritunarmálið. Python er auðvelt að læra en á sama tíma mjög öflugt. Það býður upp á marga möguleika og hafa til dæmis bókarar jafnt sem íslenskufræðingar nýtt sér Python til að einfalda sér störf sín. Þá er Python til dæmis tilvalið forritunarmál fyrir vélnám (e. machine learning).

Í lok námskeiðsins verða nemendur ekki aðeins færir í Python heldur skilja einnig undirstöðuatriði forritunar sem nýtist til að kafa dýpra og kynna sér fleiri forritunarmál.

Kennarinn á námskeiðinu er Sæmundur Ragnarsson og er á lokaári sínu í hugbúnaðarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sæmundur notar Python í leik og starfi og þekkir vel þær aðgerðir sem er gott að kunna. Hann hefur sinnt kennslu áður og miðlar þekkingu sinni skýrlega á þessu námskeiði.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík