← Til baka á bloggið

Yrsa Sigurðardóttir - nýtt námskeið

30. mars 2021 • Eftir Frami Framason

Í nýjasta námskeiði Frama kennir Yrsa Sigurðardóttir þér að skrifa skáldsögu. Yrsa Sigurðardóttir er ein af fremstu glæpasagnahöfundum Íslands og þótt víðar væri leitað. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir eftirfarandi atriði:

  • Sköpunarferlið: Hvernig fær maður innblástur og hugmyndir til að skrifa um?
  • Fyrstu skrefin: Hvernig byrjar maður að skrifa? Hvernig fetar maður sig áfram sem rithöfundur?
  • Þráður og flétta: Hvað einkennir sterkan söguþráð? Hvernig setur maður upp fléttur?
  • Persónusköpun: Hvernig býr maður til sannfærandi persónur í skáldskap?
  • Tegundir skáldskapar: Eiginleikar góðra spennusagna og barna- og unglingabóka
  • Praktíska hliðin: Hvar og hvernig skrifar maður? Hvernig finnur maður ritstjóra? Hvernig gefur maður út bók?

Um Yrsu:

Auk þess að vera á metsölulistum hver jólin á eftir öðrum hefur Yrsa hlotið fjölda verðlauna fyrir skrif sín. Þar á meðal má nefna Blóðdropann og íslensku glæpasagnaverðlaunin, sem hún hlaut í þriðja skiptið í vetur. Bækur hennar hafa jafnframt verið þýddar á 40 tungumál og selst í fimm milljónum eintaka.

Þrátt fyrir að vera þekktust fyrir glæpasögur sínar hefur Yrsa sömuleiðis fengið lof fyrir barnabækur sínar og meðal annars hlotið íslensku barnabókaverðlaunin. Gagnrýnendur eru á einu máli um að bækur Yrsu séu vel upp byggðar, frumlegar og skemmtilegar. Í gegnum árin hefur Yrsa fínpússað aðferðir sínar og miðlar þeim til nemenda Frama á þessu námskeiði.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík