← Til baka á bloggið

Hugsaðu stórt með Magnúsi Scheving - nýtt námskeið

29. desember 2020 • Eftir Frami Framason

Í nýjasta námskeiði Frama kennir Magnús Scheving þér að hugsa stórt. Á námskeiðinu deilir Magnús reynslu sinni og aðferðum með nemendum og fer meðal annars yfir eftirtalin atriði:

  • Hugmyndir: hvernig fær maður þær, hvernig velur maður þær og hvernig stækkar maður þær?
  • Drifkraftur: hvernig virkjar maður hann til að koma hlutum í verk?
  • Sköpun: Hvað er sköpun? Og hvernig getur maður virkjað sköpunarkraftinn á ólíkum sviðum?
  • Vinnubrögð: Er mikilvægara að vinna mikið eða að vinna „snjallt“? Hvað skiptir mestu máli til að ná árangri?
  • Eiginleikar og gildi Hvað einkennir fólk sem nær markmiðum sínum í lífinu? Hvaða gildi skipta mestu máli?
  • Samskipti: Hvað skiptir mestu máli til að eiga árangursrík samskipti við aðra?
  • Sala og samningatækni: Hvernig býr maður til tækifæri? Hvernig fær maður aðra til liðs við sig? Og hvernig á maður að nálgast samninga við aðra?

Um Magnús Scheving:

Magnús er einn farsælasti frumkvöðull á Íslandi. Hann stofnaði Latabæ árið 1992 og bjó þar til eina vinsælustu barnaþætti heims, en hundruðir milljóna fjölskyldna hafa horft á þættina í yfir 180 löndum.

Hann er jafnframt tvöfaldur Evrópumeistari í þolfimi og fékk silfur á heimsmeistaramótinu árið 1994. Síðustu misserin hefur Magnús deilt reynslu sinni sem fyrirlesari á viðburðum um allan heim.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík