← Til baka á bloggið

Evert Víglundsson kennir þér að komast í form - nýtt námskeið

3. september 2019 • Eftir Frami Framason

Nýjasti kennarinn okkar, Evert Víglundsson, kennir þér að komast í form. Evert er einn helsti líkamsræktarfrömuður Íslands og hefur mikla reynslu af þjálfun. Hann hefur þjálfað bæði afreksfólk eins og Annie Mist og Katrínu Tönju auk þess að hafa hjálpað fólki við að standa upp úr sófanum í The Biggest Loser. Evert hefur lengi haft áhuga á öllu sem við kemur heilbrigðum lífsstíl og haldið fjölmarga fyrirlestra um land allt því tengdu. Á þessu námskeiði miðlar Evert þekkingu sinni af þjálfun og heilbrigði, bæði því sem skilar árangri og ekki síst því sem gerir það ekki.

Evert nálgast heilbrigðan lífstíl út frá fjórum grunnstoðum; svefni, næringu, hreyfingu og andlega þættinum. Hann fer yfir hvernig þessar stoðir hafa áhrif hvor á aðra og veitir hagnýt ráð sem hægt er að hafa að leiðarljósi, í stað þess að lifa eftir boðum og bönnum. Evert er sérstaklega hvetjandi og drífur nemendur með sér til þess að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Námskeiðið inniheldur:

  • 18 fyrirlestra
  • hreyfikennslu
  • æfingaáætlun
  • matarplan
  • og uppskriftir
  • Skráðu þig hér

    Fyrirtækið

    Frami menntun ehf.

    Grandagarði 16

    101 Reykjavík