← Til baka á bloggið

JavaScript tungumálið - nýtt námskeið

2. apríl 2019 • Eftir Frami Framason

Við höfum núna opnað fyrir skráningar á nýtt námskeið í JavaScript forritunarmálinu. JavaScript er oft kallað tungumál internetsins og er mest notaða forritunarmál í heiminum í dag. Með því að læra undirstöður tungumálsins opnast nýr heimur tækifæra og möguleika þegar kemur að tölvum.

Á námskeiðinu förum við yfir undirstöður tungumálsins og lærum um mikilvægustu hugtök þess eins og til dæmis gagnagerðir, breytur, aðferðir, rökvirkja, lykkjur og föll. Þá er mikil áhersla lögð á að leysa verkefni jafnóðum í gegnum námskeiðið til að tileinka sér það sem við lærum. Að námskeiðinu loknu munu nemendur hafa góðan skilning á vefforritun auk kunnáttu á einu mest spennandi forritunarmáli sem til er í dag. Við gerum ráð fyrir að þeir nemendur sem taka námskeiðið hafi grunnþekkingu á HTML og CSS forritunarmálunum. Ef sú grunnþekking er ekki til staðar mælum við með því að byrjað sé á námskeiðinu Forritun fyrir byrjendur, en þar er hvort tveggja kennt.

Líkt og með önnur námskeið hjá Frama fylgir aðgangur að sérstöku spjallsvæði þar sem aðstoð er veitt, útskriftarskírteini fyrir alla sem ljúka námskeiðinu, og ævilangur aðgangur að námsefnina svo allir geti klárað á eigin hraða.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík