← Til baka á bloggið

WordPress skref fyrir skref - nýtt námskeið

1. nóvember 2019 • Eftir Frami Framason

Við erum stolt að kynna námskeið í WordPress. Eftir samtöl við marga nemendur varð okkur ljóst að þörf var á ítarlegu námskeið í þessu vinsæla vefumsjónarkerfi. WordPress er talið drífa um 30% allra síðna á veraldarvefnum eða um 60 milljónir síðna.

Við förum í gegnum uppsetningarferli á vefsíðu frá grunni, tengjum síðuna við lén og stillum útlit hennar. Farið er yfir hvernig fréttakerfið virkar, þemakerfið er útskýrt og viðbætur eru settar upp.

Nemendur setja upp sína eigin vefsíðu á internetinu sem hægt er að aðlaga og nota fyrir hin ýmsu verkefni nemenda.

WordPress er öflugt en á sama tíma einfalt verkfæri til þess að halda utan um allt sem við kemur vefsíðum. Námskeiðið hentar bæði þeim sem vilja setja upp sína eigin vefsíðu og þeim sem nota WordPress í vinnu sinni dagsdaglega.

Í lok námskeiðsins munt þú hafa heildstæða yfirsýn yfir WordPress - og verkfærakistu til að hanna og reka þína eigin vefsíðu á auðveldan hátt.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík