← Til baka á bloggið

Innanhússhönnun - nýtt námskeið

10. júní 2021 • Eftir Frami Framason

Í nýjasta námskeiði Frama kennir Sæja þér innanhússhönnun. Sæja útskrifaðist sem innanhússhönnuður árið 2011 og rekur sína eigin hönnunarstofu. Á námskeiðinu fer hún meðal annars yfir eftirfarandi atriði:

  • Hönnun algengra rýma: Hvað er gott að hafa í huga við hönnun eldhúss, baðherbergis, svefnherbergis og alrýmis?
  • Innbú: Hvernig lætur maður innbúið ríma við aðra hluti hönnunarinnar?
  • Litir: Hvaða litir virka best við ólíkar aðstæður?
  • Lýsing: Hvernig hannar maður lýsingu rýmis? Hvernig má ná fram fallegri lýsingu?
  • Nálgun: Hverju brennir fólk sig helst á í innanhússhönnun?
  • Efnisval: Hvaða efni virka best í mismunandi rýmum og aðstæðum?
  • Grunnmyndin: Hvernig býrðu til grunnmynd, og hversu mikilvæg er hún?

Um Sæju:

Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja, eins og hún er alltaf kölluð, útskrifaðist sem innanhússhönnuður frá KLC School of Design/University of Brighton árið 2011. Sama ár vann hún John Cullen Lighting Design verðlaunin fyrir vinnu sína.

Sæja hefur starfað bæði hér á landi og erlendis eftir að hún lauk náminu, og starfaði meðal annars hjá arkitektastofunni the Manser Practice í London. Hún stofnaði sína eigin hönnunarstofu árið 2016 og starfar nú þar samhliða því að taka þátt í hönnunarsamkeppnum í samstarfi við aðra. Fjölbreytt reynsla hennar gefur henni einstaka innsýn í fagið.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík