← Til baka á bloggið

Veganréttir með Guðrúnu Sóleyju - nýtt námskeið

11. október 2019 • Eftir Frami Framason

Guðrún Sóley er nýjasti kennari Frama á námskeiðinu Veganréttir með Guðrúnu Sóleyju. Þar kennir hún hverjum sem er að elda gómsæta og næringarríka veganrétti auk þess að fræða nemendur um hráefnisval, vegan lífsstílinn og hvernig hægt er að takast á við áskoranir sem fylgja mataræðinu.

Guðrún Sóley hefur verið áberandi talsmaður vegan á Íslandi. Hún er höfundur bókarinnar Grænkerakrás­ir Guðrún­ar Sól­eyj­ar: veg­an upp­skrift­ir fyr­ir mannúðleg mat­ar­göt, sem kom út árið 2018. Þar má finna fjölda vegan uppskrifta auk heilræða um vegan mataræðið.

Guðrún Sóley starfar sem sjónvarpskona á RÚV. Þar útbjó hún m.a. vegan-útgáfur af vinsælum grillréttum í þáttaröðinni Sumarið síðastliðið sumar. Þá hefur hún haldið fjölda námskeiða í vegan eldamennsku á síðustu árum.

Námskeiðið opnaði fyrir skráningar í dag og getur hver sem er skráð sig, en það fer alfarið fram á netinu. Með því að skrá sig í áskrift er hægt að fá aðgang að öllum námskeiðum Frama að auki.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík