← Til baka á bloggið
9. febrúar 2022 • Eftir Frami Framason
Ásbjörn Kristinsson er nafn sem ekki endilega margir tengja við en Bubba Morthens tónlistamann ættu flestir landsmenn að þekkja. Bubbi hefur verið tónlistamaður í um 40 ár og fyrir það var langur og strangur undirbúningur fyrir lífið sem átti eftir að móta þjóðþekktan tónlistarmann. Bubbi hefur verið í fjölda hljómsveita en þar má helst nefna Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital, Solo, MX-21 og G.C.D. Hann hefur samið yfir 800 lög og selt fleiri plötur á Íslandi en annar núlifandi Íslendingur.
Á þessu námskeiði hjá Frama fer Bubbi ekki einungis yfir tónlist og tónlistarferilinn heldur einnig hvernig má nýta mótlæti, ósigra, vonleysi, niðurrif og annað, til þess að ná árangri í lífinu. Hér að neðan má lesa brot af því besta.
Bubbi átti ekki alltaf auðvelt líf og oft á tíðum þurfti hann að yfirstíga hinar ýmsu hindranir sem urðu á vegi hans sem barn og unglingur. Það má segja að þetta hafi allt saman byrjað þegar móðir hans gaf honum gítar í 7 ára afmælisgjöf en í huga Bubba var sú hún eina sem hafði virkilega trú á honum. Þá var ekki aftur snúið og Bubbi byrjaði að æfa sig, svo mikið í raun að hann átti erfitt með svefn því honum var svo illt í fingrunum. Þetta var fyrir tíma internetsins svo það var ekki hlaupið að því að fá kennslu öðruvísi en að æfa sig en Bubbi segir:
Bubbi var les- og skrifblindur og var oft strítt vegna þess. Hann fékk að heyra að hann væri vitlaus, heimskur, latur og hann fór fljótlega að trúa því sjálfur, að hann væri ekki nógu góður. Þetta olli honum kvíða og ótta en hann gat alltaf leitað í gítarinn.
Það var svo þegar að hann flutti til Danmerkur að hann fékk loks rétta greiningu. Hæfileikar Bubba komu fljótt í ljós í skólanum í Danmörku og fékk hann undanþágu frá því að stunda hefðbundið nám en í staðin lærði hann á gítarinn og hélt tónleika í lok árs.
Bubbi var alltaf með gítar sem barn og unglingur á meðan vinir hans og aðrir í kringum hann voru flestir með bolta. Hann hafði mikla ástríðu fyrir að verða tónlistarmaður og segir það ekki skipta máli þótt einhver segi að þú getir þetta ekki eða að þú sért vitlaus, ef þú hefur ástríðu og löngun til að verða eitthvað, þá er það lykillinn að árangri. Bubbi segir að börn viti snemma hvað þau vilja verða en séu oft þvinguð í aðra átt til að passa inn í ákveðinn ramma samfélagsins. Lykillinn að hamingjunni er að gera það sem hjartað þitt segir þér að þú sért fær um að gera.
segir Bubbi sem setti sér það markmið að gefa út sína fyrstu plötu 23 ára gamall og horfði þá til fyrirmyndarinnar Bob Dylan. Honum tókst að semja sína fyrstu plötu 23 ára gamall og gaf hana út þá ný orðinn 24 ára. En allt er þetta spurning um úthald, æfingu, hafa trú á sjálfum sér og ástríðu.
Bubbi gefur góð ráð á námskeiðinu hvað varðar markmið og vinnulag sem henta honum og gætu ef til vill hjálpað öðrum. Hann nýtti sér meðal annars ráð frá gömlum boxkennara sínum og yfirfærði á tónlistina, þar sem hann reyndi að sjá fyrir sér hlutina áður en þeir gerast. Við æfingar sér hann fyrir sér áhorfendur, æfir framkomu, hreyfingar, viðbrögð og annað. Hann hugsar hverja tónleika sem hans síðustu og hvort sem að það séu 3000 áhorfendur eða einn þá gefur hann sjálfum sér engan afslátt hvað varðar framkomu.
Bubbi fæddist ekki agaður en tamdi sér það þegar hann varð eldri. Hann segir að það sé tvennt í stöðunni hvað varðar hugarfar, annaðhvort verður þetta skemmtilegt eða leiðinlegt. Hann hefur notað þetta síðan hann var unglingur og finnur gríðarlega mikinn mun en vinnan verður miklu skemmtilegri þegar hugarfarið er rétt, hvort sem þú ert í frystihúsinu eða að semja tónlist.
Bubbi nýtti sér mikið mótlæti sem innblástur í tónlist. Skilnaður, ástarsorg og meðferð hefur orðið að einhverju stórkostlegu þrátt fyrir skömm og vanlíðan á einhverjum tímapunkti. Allir þessir hlutir hafa fært honum eitthvað stórkostlegt, lög, plötu eða upphaf að nýju ævintýri. Fyrirmyndirnar hafa hjálpað mikið og Bubbi átti sér margar fyrirmyndir sem hann leit upp til og ætlaði sér að verða eins og þær.
Eins og sjá má kennir Bubbi ekki einungis tónlist á þessu lærdómsríka námskeiði heldur líka lífslexíur og hvernig það var að vera lítill drengur með stóra drauma sem fáir höfðu trú á.
Þú getur skráð þig á námskeiðið hjá Bubba hér.