← Til baka á bloggið

Grafísk hönnun - nýtt námskeið

18. mars 2019 • Eftir Frami Framason

Við höfum núna opnað fyrir skráningar á nýtt námskeið í grafískri hönnun. Á námskeiðinu farið yfir undirstöðuatriði hönnunar og hvernig á að útbúa grafískt efni fyrir vef- og prentmiðla. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vilja auka við hönnunarhæfileika sína. Til dæmis þá sem:

  • hafa áhuga á grafískri hönnun og myndrænni framsetningu
  • gera kynningar, gröf eða skýrslur í vinnunni og vilja láta hlutina líta vel út
  • útbúa efni fyrir vefsíður eða til útprentunar
  • vilja bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu

Þeir sem ljúka námskeiðinu munu skilja fræðin á bak við myndræna framsetningu eins og leturgerðir, litafræði, jafnvægi og sametningu, skapandi ferli hönnuða allt frá hugmyndastigi og stafrænu umhverfi að fullbúinni afurð, og hvernig algeng hönnun er útbúin bæði fyrir vef og prent.

Kennarinn

Kennari námskeiðsins heitir Hrafnhildur Anna Björnsdóttir og er tæknilegur listamaður (e. Senior Technical Artist) hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Parity. Þar sinnir hún fjölbreyttum verkefnum á borð við þrívíddarhönnun, útlitshönnun og módelingu. Hrafnhildur var áður hjá Sólfar Studios og hefur lokið námi í margmiðlunarhönnun frá Tækniskólanum. Hún hefur einnig starfað sem listamaður og teiknari.

Nánar um námskeiðið

Engar kröfur eru gerðar um að búa yfir eða nota ákveðinn hugbúnað á námskeiðinu. Hrafnhildur notar aðallega Adobe Photoshop og Illustrator á námskeiðinu en sýnir líka ókeypis forrit sem hafa sömu virkni og hægt er að nota í staðinn í öllu sem farið er yfir.

Námskeiðið er á sérstöku kynningartilboði á fyrstu metrunum sem hægt er að sjá á Skráningarsíðunni. Við vekjum líka athygli á því að flest stéttafélög endurgreiða stærstan hluta námskeiðsgjaldsins. Líkt og með önnur námskeið hjá Frama fylgir aðgangur að sérstöku spjallsvæði þar sem aðstoð er veitt, útskriftarskírteini fyrir alla sem ljúka námskeiðinu, og ævilangur aðgangur að námsefnina svo allir geti klárað á eigin hraða.

Á komandi vikum munum við opna fyrir skráningar á fleiri námskeið. Ef þú hefur sérstakar óskir um eitthvað sem þig langar að læra geturðu alltaf sent okkur skilaboð. Skráðir nemendur Frama geta líka skrifað hugmyndir í athugasemdir hér fyrir neðan.

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík