← Til baka á bloggið

Hlaup með Hlyni Andréssyni - nýtt námskeið

29. júní 2021 • Eftir Frami Framason

Á nýjasta námskeiði Frama talar Hlynur Andrésson um allt það helsta sem gott er að vita um hlaup. Hann fer meðal annars yfir:

  • Markmiðasetning: Hvaða mismunandi gerðir markmiða er hægt að setja sér í hlaupum og hvernig fylgir maður þeim eftir?
  • Hlaupatækni: Hvaða hluti er gott að hafa í huga þegar hlaupið er?
  • Teygjur og endurheimt: Hvernig á maður að haga sér til að ná sem mestri endurheimt?
  • Næring: Hvað er gott að hafa í huga varðandi mataræði þegar maður vill ná árangri í hlaupum?
  • Meiðsli: Hver eru algengustu meiðslin í hlaupum? Hvernig lágmarkar maður líkur á þeim?
  • Keppnir: Hvað er gott að gera á keppnisdegi? Hvað er best að gera fyrirfram?
  • Æfingaáætlanir: Hvernig setur maður upp æfingaáætlun? Hvaða gerðir hlaupaæfinga er hægt að gera?

Um kennarann:

Hlynur er Íslandsmethafi í maraþoni, hálf-maraþoni, 10 km götuhlaupi, 10 km á braut, 3000 m á braut og 3000 m hindrunarhlaupi svo eitthvað sé nefnt.

Hann keppir með landsliðinu og hefur meðal annars keppt í heimsmeistarkeppninni í hálf-maraþoni. Hann vinnur nú að því að ná Ólympíulágmarkinu í maraþoni.

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.

Skráðu þig hér

Fyrirtækið

Frami menntun ehf.

Grandagarði 16

101 Reykjavík